Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Síða 73

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Síða 73
A l l t a f s a m a s a g a n ? TMM 2010 · 4 73 salabók; Konungsbók og Ormsbók: Þjazi] sá flug arnarins, tók hann sér arnarham og flaug eftir honum. En er Æsir sáu hvar Óðinn flaug, þá settu þeir út í garðinn ker sín. En er Óðinn kom inn of Ásgarð, þá spýtti hann upp miðinum í kerin, en honum var þá svo nær komið að Suttungur myndi ná honum að hann sendi aftr suman mjöðinn, og var þess ekki gætt. Hafði það hver er vildi, og köllum vér það skáldfífla hlut. En Suttunga mjöð gaf Óðinn ásunum og þeim mönnum er yrkja kunnu. Því köllum vér skáldskapinn feng Óðins og fund og drykk hans og gjöf hans og drykk ásanna. (Samræming að mestu eins og í útgáfu minni 2003, bls. 90–92; hliðsjón höfð af útgáfu Anthonys Faulkes 1998, bls. 4–5.) En í Uppsala­Eddu kveður við annan tón: Ægir spyr: Hversu komst Óðinn að miðinum? Bragi segir: Hann fór þar sem voru níu þrælar og slógu hey. Hann bauð að brýna ljá þeirra. Hann tók hein úr pússi sínum og gáfu þeir við höfuð sín. Síðan brá hver ljánum á háls öðrum. Þá kom Óðinn til Bauga og nefndisk Bölverkur. Baugi lést eigi hafa vel haldið húskörlum sínum. Hann bauð að taka upp einn verk þeirra níu og hafa til einn drykk af Suttungamiði. Hann lést ráð eiga á miðinum, en Suttungr vill einn hafa. Bölverkur vann um sumarit níu manna verk, en að vetri vill hann kaupið. Fara þá til Suttungs og beiða hann mjaðarins. Hann synjar. Þeir fóru og tekur Bölverkur nafarinn Roða og borar Hnitbjörg meður, og þá brást hann í orms líki og skreið nafarsraufina og hvíldi hjá Gunnlöðu þrjár nætr og drakk þrjá drykki af miðinum, og var hann þá uppi allur, sitt [sinni] úr hverju kerinu. Hann brást þá í arnarham og flaug, en Suttungur í annan arnarham og flaug eftir honum. Æsir settu út í garðinn ker sín. Óðinn spýtti miðinum í kerin, en sumum repti hann aftur, er honum varð nær farið, og hafa þat skáldfífl og heitir arnarleir. En Suttungamjöður þeir er yrkja kunna. Því heitir skáldskapurinn fengur Óðins og fundur og drykkur og gjöf. (Samræming mín eftir útgáfu Grapes o.fl. 1977, bls. 37.) Hér ber býsna mikið á milli og stingur í augu að Uppsalagerð sögunnar um Suttungamjöðinn er heldur illa skapað hugarfóstur. Hún er sköllótt og óskipuleg, einkum í samanburði við Konungsbókargerðina, sem er eiginlega eins vel sögð og hægt er að krefjast. Í Uppsalagerð verða sumar málsgreinar nánast óskiljanlegar. Verður að segjast eins og er að mér þykir miklu líklegra að Uppsalasögnin sé upprunalegri að því leyti að hún endurspegli söguna eins og höfundur hafi fyrst heyrt hana sagða, nánast sem minnispunkta eða brot, en síðan hafi annaðhvort hann eða einhver sem kunni betri gerð endurbætt hana. Þá er skipt um nafn á
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.