Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Side 76

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Side 76
H e i m i r Pá l s s o n 76 TMM 2010 · 4 Mynd á steini Hvernig sem tengslum sagnanna í Hávamálum og Snorra-Eddu kann að vera háttað, hef ég grun um að vígslusagan hafi verið þekkt um hið norræna svæði. Á Gotlandi fannst árið 1863 í Sanda kirkju rúna­ og myndsteinn sem hefur fengið kennitöluna G. 181 og er geymdur á Historiska Museet í Stokkhólmi. Mesta athygli á steininum hefur vakið mynd sem sumir telja að sýni Óðin (með spjótið Gungni), Þór (með hamarinn) og Frey (með sigð) og standa nokkuð miðlægt í efri hluta steinsins. Ofan við þá félaga er hins vegar önnur mynd, sem vakti athygli mína við fyrstu sýn: Í dálitlum ramma efst á myndhluta steinsins eru þrjár persónur og fugl. Wapedia segir mér að vísu að fuglinn kunni að vera trana eða gæs og lúti yfir Frey. Það skil ég ekki. Þá er skárri skýring rómantískra Norðmanna frá 19. öld þar sem gert var ráð fyrir að myndin sýndi þau Svanhildi, Randvé og Jörmunrek konung, sem mest segir frá í 40. kafla Völsungasögu, og töldu menn þá að þarna væri sett á svið yfirheyrsla Jörmunreks gamla yfir syni sínum, sem hafði gert brúðarefni konungs að frillu sinni, eftir því sem Bikki hinn illi ráðgjafi sagði. Meginrök fyrir þessari túlkun voru reyndar þau að Svanhildur heitir í vísu eftir Braga gamla Boddason Foglhildr, og þótti þá einsýnt að sá foglinn sem á myndinni er væri einhvers konar attríbút hennar. Þetta er reyndar heldur vond kenning. Það er ekkert um það í sögum að Jörmunrekur hafi yfirheyrt son sinn, bara ákveðið að hengja hann. Minnisstæðasta atvik frásagnarinnar og fugli tengt er vitanlega þegar Randvér plokkaði hauk sinn og sendi föður sínum, en karl brást við með orðunum: „Það má nú sjá að honum þykir ég þann veg hniginn sæmdinni sem haukurinn fjöðrunum“ og er einatt haft til marks um hvað menn hafi verið góðir að ráða tákn á þessum tíma. En hauk getur fuglsmyndin ekki átt að sýna, því hún er svona: Og nú er þar til að taka, að mér þykir einboðið að freista annarrar túlkunar. Í þrettándu vísu Hávamála segir: Óminnishegri heitir sá er yfir öldrum þrumi, hann stelur geði guma. Þess fugls fjöðrum eg fjötraður vark í garði Gunnlaðar. Öldur segir Gísli Sigurðsson að merki hér ,ölveisla‘ og er vel hægt að fallast á það. Skáldleg hefur einatt þótt myndin af að fjötrast fjöðrum óminnishegrans, og kannski hefur steinhöggvara þótt ástæða til að raungera hana.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.