Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Page 91
L e s i ð í s k u g g a h r u n s i n s
TMM 2010 · 4 91
smásagnasafna sem hér verður staðnæmst þótt það eigi lítið sameigin
legt með hinum tveimur annað en það eitt að þar er safnað saman fleiri
en einni sögu í bók. Ég hef lesið töluverða umfjöllun um Himininn
yfir Þingvöllum og talað við enn fleiri lesendur. Niðurstaðan af því er
nokkuð fróðleg, flestir lesendur virðast sammála um að sögurnar séu
mjög misgóðar, margir taka djúpt í árinni um gæði eða galla einstakra
sagna en það er enginn samhljómur um það hver sagnanna er best eða
hver mætti missa sín. Sem segir manni náttúrulega að allar sögurnar í
bókinni hafi eitthvað til síns ágætis.
Sögurnar þrjár tengjast ekki beinlínis og gætu auðveldlega staðið stakar
hver um sig, það er frekar eins og þær vísi allar til fyrri verka Steinars
Braga, aðstæður aðalpersónu fyrstu sögunnar sem heitir Rafflesíublómið
minna þannig á aðalpersónu Sólskinsfólksins og lokasagan, Svarti
hluturinn, kallast á margvíslegan hátt á við fyrstu skáldsögu Steinars
Braga, Turninn. Rétt eins og þar erum við stödd í heimsendalandslagi
þar sem ekkert er eftir nema ein stúlka og einn piltur.
Smásagnasafn Þórarins Eldjárns sem kom út í sumarlok ber titil sem
gerir meinfýsnum gagnrýnanda óvenju auðvelt fyrir. Alltaf sama sagan
heitir bókin og því er ekki að neita að sögurnar minna um margt á eldri
sögur Þórarins. Saga eins og „Stanleyshamarsheimt“ þar sem atburðir
Þrymskviðu eru færðir til nútímans gæti allt eins hafa staðið í fyrsta
smásagnasafni Þórarins, Ofsögum sagt. Sömu sögu má segja um fleiri
sögur Þórarins, þær byggja á kunnuglegum aðferðum, einstök orð verða
kveikja að sögum eins og í bráðskemmtilegri sögu af „Kauða“ og sam
sláttur á nútímanum og þjóðsögum í „Flökkusögu“ minnir sömuleiðis á
sögur eins „Mál er að mæla“ úr Ofsögum sagt. Þetta smásagnasafn bætir
ekki nýjum víddum í höfundarverk Þórarins, en við verðum nokkrum
sögum ríkari.
Ég verð að viðurkenna að ég mætti nýjustu skáldsögu Steinunnar
Sigurðardóttur með með nokkrum fyrirvörum. Góði elskhuginn, aðal
persóna sögunnar og sá sem hún þiggur titilinn af er Karl Ástuson,
miðaldra maður sem hefur alltaf séð eftir menntaskólakærustunni
sinni. Hann hefur búið erlendis lungann úr sínu fullorðinslífi en kemur
í upphafi sögunnar heim til Íslands á vit fornrar ástar.
Eins og sjá má minnir atburðarásin og aðalpersónan í Góða elsk
huganum um margt á aðrar sögur Steinunnar, allt frá Tímaþjófnum um
Ástina fiskanna, Hjartastað til Sólskinshests. Það má auðveldlega fá á
tilfinninguna að Steinunn sé alltaf að segja sömu söguna, sögu af ástinni
einu og stóru sem leggur undir sig allt líf söguhetjunnar og vitjar hennar
aftur á fullorðinsárum.