Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Page 91

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Page 91
L e s i ð í s k u g g a h r u n s i n s TMM 2010 · 4 91 smásagnasafna sem hér verður staðnæmst þótt það eigi lítið sameigin­ legt með hinum tveimur annað en það eitt að þar er safnað saman fleiri en einni sögu í bók. Ég hef lesið töluverða umfjöllun um Himininn yfir Þingvöllum og talað við enn fleiri lesendur. Niðurstaðan af því er nokkuð fróðleg, flestir lesendur virðast sammála um að sögurnar séu mjög misgóðar, margir taka djúpt í árinni um gæði eða galla einstakra sagna en það er enginn samhljómur um það hver sagnanna er best eða hver mætti missa sín. Sem segir manni náttúrulega að allar sögurnar í bókinni hafi eitthvað til síns ágætis. Sögurnar þrjár tengjast ekki beinlínis og gætu auðveldlega staðið stakar hver um sig, það er frekar eins og þær vísi allar til fyrri verka Steinars Braga, aðstæður aðalpersónu fyrstu sögunnar sem heitir Rafflesíublómið minna þannig á aðalpersónu Sólskinsfólksins og lokasagan, Svarti hluturinn, kallast á margvíslegan hátt á við fyrstu skáldsögu Steinars Braga, Turninn. Rétt eins og þar erum við stödd í heimsendalandslagi þar sem ekkert er eftir nema ein stúlka og einn piltur. Smásagnasafn Þórarins Eldjárns sem kom út í sumarlok ber titil sem gerir meinfýsnum gagnrýnanda óvenju auðvelt fyrir. Alltaf sama sagan heitir bókin og því er ekki að neita að sögurnar minna um margt á eldri sögur Þórarins. Saga eins og „Stanleyshamarsheimt“ þar sem atburðir Þrymskviðu eru færðir til nútímans gæti allt eins hafa staðið í fyrsta smásagnasafni Þórarins, Ofsögum sagt. Sömu sögu má segja um fleiri sögur Þórarins, þær byggja á kunnuglegum aðferðum, einstök orð verða kveikja að sögum eins og í bráðskemmtilegri sögu af „Kauða“ og sam­ sláttur á nútímanum og þjóðsögum í „Flökkusögu“ minnir sömuleiðis á sögur eins „Mál er að mæla“ úr Ofsögum sagt. Þetta smásagnasafn bætir ekki nýjum víddum í höfundarverk Þórarins, en við verðum nokkrum sögum ríkari. Ég verð að viðurkenna að ég mætti nýjustu skáldsögu Steinunnar Sigurðardóttur með með nokkrum fyrirvörum. Góði elskhuginn, aðal­ persóna sögunnar og sá sem hún þiggur titilinn af er Karl Ástuson, miðaldra maður sem hefur alltaf séð eftir menntaskólakærustunni sinni. Hann hefur búið erlendis lungann úr sínu fullorðinslífi en kemur í upphafi sögunnar heim til Íslands á vit fornrar ástar. Eins og sjá má minnir atburðarásin og aðalpersónan í Góða elsk­ huganum um margt á aðrar sögur Steinunnar, allt frá Tímaþjófnum um Ástina fiskanna, Hjartastað til Sólskinshests. Það má auðveldlega fá á tilfinninguna að Steinunn sé alltaf að segja sömu söguna, sögu af ástinni einu og stóru sem leggur undir sig allt líf söguhetjunnar og vitjar hennar aftur á fullorðinsárum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.