Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Síða 92
J ó n Yn g v i J ó h a n n s s o n
92 TMM 2010 · 4
Að sumu leyti staðfestir sagan líka þessa fordóma og aðalpersónan
Karl Ástuson er að mörgu leyti óttaleg klisja. Hann er alinn upp í eftir
læti af sérlundaðri móður og hefur helgað líf sitt því að verða góður elsk
hugi, án þess að bindast nokkurn tíma ástmeyjum sínum, enda getur
engin þeirra komið í stað æskuástarinnar. En þetta þarf ekki að skipta
öllu máli, það er ekki nauðsynlegt að lesa Góða elskhugann í ljósi fyrri
verka Steinunnar. Og bókmenntir snúast þegar allt kemur til alls minnst
um innihald og viðfangsefni. Stíll Steinunnar og hárfín beiting íróníu
verður sífellt þroskaðri og gerir henni kleift að spenna bogann sífellt
hærra í lýsingum sínum á ástinni og vangaveltum um hana.
Bækur þeirra Þórarins og Steinunnar vekja aftur upp spurningu
sem ég hef stundum velt fyrir mér og snertir stöðu höfunda í jafn litlu
bókmenntakerfi og því íslenska. Getur verið að við gerum meiri kröfu
til íslenskra höfunda um sífellda endurnýjun og frumleika en algengt er
annars staðar? Góði elskhuginn og Alltaf sama sagan eru dæmigerðar
fyrir höfunda sína. Sem er gott. Kannast ekki flestir við að leita þess
hjá uppáhaldshöfundum sínum sem þeir þekkja? Samt er það svo að
við krefjumst þess sífellt að höfundar komi okkur á óvart geri eitthvað
glænýtt. Ég er ekki viss um að við gerum alltaf sömu kröfu til erlendra
uppáhaldshöfunda. Við viljum að skáldsaga eftir Murakami líkist
skáldsögu eftir Murakami, við viljum finna aftur það sem upphaflega
dró okkur að höfundunum.
Ímyndaðar borgir
Það er kannski banalt að benda á það, en ennþá höfum við ekki séð bók,
hvorki fræðirit né skáldsögu, eftir íslenska konu sem fjallar beinlínis um
efnahagshrunið. Áður en ég vík að skáldsögum um hrunið langar mig
þó að minnast á þrjár skáldsögur eftir konur sem eiga það sameiginlegt
að falla utan þeirra kvía sem hér hafa verið settar upp til að fjalla um
skáldsögur síðasta árs, sögur sem ekki fjalla um tengsl Íslands og útlanda,
ekki um kreppuna, og eru sannarlega ekki endurtekning eins eða neins.
Nýjasta bók Oddnýjar Eirar Ævarsdóttur Heim til míns hjarta
smýgur ekki bara undan mínum heimabundnu flokkunum. Hún er
ekki lík neinu í flóru íslenskra bókmennta, hvort sem litið er til fræða
eða skáldskapar. Undirtitillinn er „Ilmskýrsla um árstíð á hæli“ og strax
í titlunum er lesandinn sendur í allar áttir í leit að tilvísunum og texta
tengslum, það verður strax einhver árekstur á milli hins klíníska og
raunvísindalega orðs ‘skýrsla’ annars vegar og ‘skáldskapar’ hins vegar
og eitthvað er Arthur Rimbaud að þvælast í þessum undirtitli líka.