Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Side 108

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Side 108
D ó m a r u m b æ k u r 108 TMM 2010 · 4 Ciklamini (1978) og Heimskringla: An Introduction sem Diana Whaley samdi (1991). Þar er heldur ekki að finna doktorsritgerð Stephens N. Tranters, Sturl- unga saga: The Role of the Creative Compiler (1985). Fyrir flesta lesendur bókarinnar er það nokkur kostur að ævi Snorra er séð í ljósi samtíma hans, bæði hér á landi og í Skandínavíu, og brugðið upp lýs­ ingum á aldarfari. En mörgum gæti líka þótt að of víða væri seilst og horfið langt frá aðalefninu. Raunar er eins og Óskar sé ennþá svo á valdi bóka sinna um aldir Íslandssögunnar að hann eigi erfitt með að greina á milli aðal­ og aukaatriða. Að þessu líkist hann þeim miðaldahöfundum sem nútímamönnum þykir sem hafi dregið til safns til sögu en ekki skrifað skipulegt verk úr því safni sínu. Að vísu hefur verið bent á að þetta sé missýn nútímans, það hafi í raun verið fagurfræði 12. og 13. aldar að láta mörgum sögum fara fram í senn. En margþátta frásögn verður strembin fyrir nútímalesendur sem eru vanir öðru og undarlegt í verki sem er um ævi Snorra en ekki Sturlungaöld. Óskar telur einnig að það megi „hvarvetna skynja spor Snorra“ í íslenskum bókmenntum. „En eftir að hinn langi vetur skall á íslenska menningu um miðja fjórtándu öld – með einangrun þjóðarinnar frá evrópsku málsamfélagi – hljóðnaði söngur hans um hríð [10–11].“ Þessi orð sýna hversu bundinn Óskar er enn bókmenntaskoðun rómantíkurinnar og söguskoðun sjálfstæðis­ baráttunnar sem fræðimenn hafa þó verið að endurskoða á síðustu þrjátíu til fjörutíu árum. Ætli öll rímaskáldin hefðu samþykkt það að Edda hafi ekki lifað um aldir eða þeir sem áttu viðskipti við erlenda sjómenn hér við land og kaup­ menn að þeir væru alveg einangraðir í sínu málsamfélagi jafnvel þótt norrænar tungur hafi deilst og íslenskan hafi ekki dugað til samskipta við erlenda menn lengur? Sýn Óskars á efniviðinn er því gömul jafnvel þótt hann hafi nýtt sér alls konar fræðirit, einnig nýjar rannsóknir. Tilvitnuð orð eru einnig dæmi um orðskrúð bókarinnar. Eins og Óskar bendir réttilega á í formála eru heimildir okkar um Snorra Sturluson ekki margbrotnar – raunar hvorki ævi hans eða ritstörf. Helst þeirra er Sturlungu­samsteypan, – einkum Íslendinga saga sem höfundur Sturlungu­ formála eignar ritstofu Sturlu Þórðarsonar lögmanns (+1284). Í grundvallarriti svonefnds íslenska skóla í rannsóknum á fornbókmenntum, Snorra Sturlusyni eftir Sigurð Nordal, notar Sigurður einnig þau rit sem kennd hafa verið Snorra sem heimildir um hann. Þetta var í samræmi við hina ævisögulegu aðferð í bókmenntarannsóknum, sem Sigurður einatt beitti, en á Norðurlöndum var danski bókmenntagagnrýnandinn Georg Brandes meistari hennar. M.a. skrifaði Brandes um William Shakespeare út frá þeim verkum sem honum hafa verið með réttu eða röngu eignuð. Enda er enn minna vitað um ævi Shake­ speares en Snorra. Þessi aðferð kom annars upp á tímum rómantísku stefn­ unnar snemma á 19. öld þegar farið var að líta svo á að rithöfundar byggju yfir guðlegum sköpunarkrafti og eining verka þeirra bæri vitni um persónuleika höfundarins. Áður höfðu verkbeiðendur og verndarar listamanna skyggt á þá. Enda var það oft svo fyrr á öldum – eins og við raunar þekkjum úr samtím­ anum – að ritverk voru unnin á ritstofum – ekki síst þau verk sem kalla má
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.