Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Page 114

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Page 114
D ó m a r u m b æ k u r 114 TMM 2010 · 4 stöðum, dregnum mestanpart af lestri fyrstu bókanna. Og þær niðurstöður lúta nær ófrávíkjanlega að ytri þáttum; að rómuðum stíl höfundar, myndvísi og þokka verka hans, en minna sagt um sjálft innihaldið. Í greinasafni Morgunblaðsins má finna ritdóm Jóhanns Hjálmarssonar skálds um nóvelluna Svefnhjólið eftir Gyrði Elíasson, „Lykill að skuggalegu lífi“, sem ber ýmis merki þeirra vönduðu bókaumfjallana sem birtust áður í blöðum og tímaritum. Ritdómari hefur til dæmis skýra heildarmynd af höf­ undarverki Gyrðis fram að þeirri bók sem um ræðir, setur hana í samhengi við fyrri bækur („[n]ærvera skrímsla og móra ágerist í sagnaheimi Gyrðis“) og nálgast tungutak og merkingarsköpun verksins með eigin hætti og hugsun: Hlutveruleikanum miðlar Gyrðir með smámunasemi sem þó er ekki utan marka sögunnar. Sögumaður er með Kolibri ritvél, mótorhjólið hans er Suzuki TS 400, ryksugan er Nílfiskur. […] Í síðustu köflunum þar sem m.a. er lýst ferð með duggu þar sem kuflklædd vera er við stjórnvöl minnir á aldalokamystík í anda málarans Arnolds Böcklins. Þess háttar umfjöllun hefur hins vegar tekið ákveðnum breytingum. Í stað metnaðarfullrar og upplýsandi greiningar, sem er bókmenntum okkar svo nauðsynleg, birtast oftar en ekki hreinir og klárir dómar, í krafti stjörnugjafa, í blöðum og sjónvarpi. En ætla má að slíkt muni koma niður á bókmenntum okkar og lestrarhæfni, og hefur ef til vill þegar átt sinn þátt í breyttu sölu­ mynstri. Sífellt meira ber til að mynda á „bestsellerisma“ í bóksölu fyrir jólin þar sem bilið milli söluhæstu og meðalstórra sölutitla hefur aukist mjög. Og þar eiga fjölmiðlar stóran hlut að máli, enda taka þeir þátt í leitinni að bestu skáldsögunni (ekki bestu ljóðabókinni eða besta smásagnasafninu) fyrir hver jól, og birta mun síður ritdóma um illseljanlegar bækur. Hvers vegna var til dæmis ekki fjallað um ljóðabók Ísaks Harðarsonar Rennur upp um nótt í Kilj­ unni og Fréttablaðinu, tveimur stærstu miðlunum, fyrir jólin síðustu; ein­ hverja almerkustu ljóðabók undangenginna ára? Ef marka má dóma fyrir síðustu jól voru Milli trjánna og Nokkur almenn orð meðal helstu tíðinda nýliðinnar vertíðar, enda hlotnuðust þessum bókum Gyrðis heilu stjörnuþokurnar í bókadómum fjölmiðla. Eins og oft áður var þó minna sagt um innihald bókanna en efni stendur til. Þá var smásagnasafnið afgreitt í einum Kilju­þætti vetrarins á þá leið, að Gyrðir Elíasson væri einfald­ lega höfundur „sem alltaf sendir frá sér góðar bækur“, og látið þar við sitja. En slíkt er vitaskuld til merkis um þá dóma­menningu sem minnst hefur verið á hér að framan, sem hefur verið mjög á kostnað upplýsandi og nauðsynlegrar greiningar. Spurningin sem vaknar – því henni hefur ekki verið svarað á fullnægjandi hátt í gegnum árin, og sífellt verr eftir því sem klisjurnar um fyrri bækur Gyrðis hafa náð víðar en verkin breyst – er því hreinlega hvers konar höfundur Gyrðir Elíasson sé í seinni tíð og hvers konar bækur hann skrifi, með hvaða hætti, í hvaða tilgangi og út frá hvaða sjónarmiðum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.