Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Síða 115

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Síða 115
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2010 · 4 115 Hér á eftir mun reynt að nálgast slíkar spurningar og aðrar, út frá síðustu tveimur bókum höfundar. * Ef til vill mætti, með allnokkurri einföldun, skipta rithöfundum í tvo flokka: þá sem líta út á við og þá sem líta inn á við. Með öðrum orðum í pólitíska (í sem víðustum skilningi þess orðs) og ópólitíska höfunda; þá sem láta sig samtíð sína og samfélag varða og þá sem vinna á hinn bóginn fremur með sjálfa sig og eigið sálarlíf. Gyrðir fellur í síðari flokkinn. En hann er einnig á meðal þeirra sjaldgæfu og dýrmætu rithöfunda sem sömuleiðis miðla okkur einna nákvæm­ ustu sannleiksskýrslunum um veröld okkar og samfélag í krafti einstaklings­ miðaðra bókmenntaverka á borð við Sandárbókina; nóvella Gyrðis frá 2007 sem má með réttu kallast fyrsta hrunbókin, svo glögg sem gagnrýni hennar er á það samfélag sem við byggðum. Og vissulega má einnig lesa nýju bækurnar tvær á samfélagslegum forsend­ um, enda birtist í þeim, og þá aðallega í sagnasafninu, skýrari utanaðkomandi áhrif samtímans en oft áður í verkum Gyrðis. Milli trjánna inniheldur þjóð­ félagslegar skírskotanir til viðburða í nútíma okkar; til uppgangs, til hruns, til látlausra frétta af bankamönnum – síður til nýhorfinnar eða hverfandi fortíðar eins og fyrri skáldsögur á borð við Hótelsumar (2003) eða smásagnasafnið Gula húsið (2000) gera. En Gyrðir er enginn umvöndunarsinni, og því er gagn­ rýni hans, svo það orð sé notað – þótt ef til vill væri nær lagi að tala um nost­ algíu eða ákveðna nútímahryggð – oftar en ekki sett fram með góðlátlegri kímni: Við gengum inn um hringdyrnar. Það er ekkert gaman að hringdyrum lengur, þær eru allar tölvustýrðar og jafnvel Chaplin gæti ekki gert neitt skemmtilegt með þær. (9) Tilvitnunin er fengin úr afar vel heppnaðri upphafssögu safnsins, „Infernó“, sem lýsir á spaugilegan en jafnframt hryggilegan hátt stólaleiðangri ósam­ rýndra hjóna í IKEA – með því hnyttna en jafnframt dapra lagi sem ef til vill Chaplin einum myndi fært. Og raunar er víðar í safninu æði stutt á milli þess spaugilega og sorglega; til að mynda í kostulegri sögu, „Hússkiptin“, sem segir frá eins konar makaskiptum tveggja einhleypra og langþreyttra vina á heim­ ilum sínum – langþreyttir hvor á öðrum, en fyrst og fremst á hlutskipti sínu og aðstæðum, sem höfundur kemur afar fínlega til skila í glettinni en jafnframt harmrænni sögu. Þá er gagnrýni ljóðabókarinnar á það sem miður hefur farið í samfélagi okkar oft beitt, og áþreifanlegri en hinar lúmsku aðfinnslur smásagnasafns­ ins: Hugarorka Í kvöldsólinni sést flugvél sveima yfir Snæfelli. Það
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.