Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Síða 123

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Síða 123
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2010 · 4 123 er skítsama um peninga – en á þó í römmu verðstríði við keppinauta sína í smjörlíkinu og vissulega er þá brögðum beitt. Kannski er hann sá ósérplægni bókaútgefandi sem vill hverju skáldi liðsinna, heldur því blákalt fram að „bókaútgáfa hefur aldrei verið „business“ á Íslandi“ (37) og lætur sér í léttu rúmi liggja þótt hann tapi á hverri bók. En um leið er hann sá harði sölumaður sem semur stóryrtustu auglýsingar sem sést hafa um ágæti íslenskra skáld­ verka. Kannski er hann til í að lána ungu skáldi stórfé svo hann geti keypt sér bókabúð (82), kannski reistir hann hús yfir Sigurjón Ólafsson myndhöggvara eins og hendi sé veifað (55). En hann er um leið vís til að setja upp snúð við efnilegan skjólstæðing, Elías Mar, iðrast þess að hafa skrökvað „girnilegum verðleikum“ upp á skáldsögu hans sem illa seldist (98). Kannski finnur hann alltaf á sér hvar fiskur var undir steini í list og skáldskap – „af innbornu næmi“ segir Halldór Laxness í minningargrein um Ragnar (HKL 11). En þó áttar Ragnar sig ekki á kostum skáldsögunnar Vögguvísu eftir þann sama Elías Mar og vill helst ekki gefa hana út. Sambúðin við merkishöfunda eins og Davíð Stefánsson og Gunnar Gunnarsson er oftar en ekki mjög stirð og tortryggni blandin. Þú stendur ekki við samninga! segir Davíð (208). Gunnar spyr með nokkrum þjósti: „hvað er orðið af peningunum mínum?“ (115) Þversögn á þversögn ofan, hvert sem litið er. Ragnar er tilbúinn til að taka konu sína Björgu í guðatölu (30) og hefur aldrei aðra konu elskað (126) en getur samt ekki hugsað sér „neitt fyrirlitlegra en að langa ekki að halda framhjá … þess konar nægjusemi og skortur á forvitni er ekki heilbrigð.“ (125) Þessu er öllu vel til skila haldið. En svo kemur að þessu: hvaða svör má í bókinni finna um það, hvað það var sem rak framleiðanda smjörlíkis til meiri­ háttar umsvifa í þágu sannra lista? Var hann sá ósérplægni gagnheili listunn­ andi sem Halldór Laxness hefur lýst við ýmisleg tækifæri? Í minningargrein um Ragnar segir Halldór: „Hann skipti sér ekki af listamönnum öðruvísi en sem styrktarmaður. Honum datt aldrei í hug að gagnrýna listamenn; því síður græða á þeim“ (HKL 11). Sjálfsagt var það rétt hjá Halldóri að Ragnar hafi ekki gagnrýnt sína skjólstæðinga opinberlega – en bók Jóns Karls segir frá því að hann gerir það oft í einkabréfum, ekki síst verða þá skáldin og Halldór sjálfur fyrir barðinu á honum. Var hann uppskafningur og listasnobb eins og svarnir fjandmenn á borð við Jónas frá Hriflu töldu, sem og ýmsir íhaldssamir nytja­ hyggjumenn sem telja hann „svartan sauð í hjörðinni“, þ.e.a.s. í Sjálfstæðis­ flokknum, „fyrir „dekur“ mitt við unga listamenn“ eins og Ragnar kemst að orði í bréfi til Bjarna Benediktssonar? Var Ragnar hinn sjálfmenntaði maður sem vildi púkka upp á sjálfstraustið með því að gera listheiminn skuldbundinn sér? Með því að seilast til valda í andans ríki? Í bókinni er látið að því liggja að Sigurði Nordal hafi dottið eitthvað slíkt í hug. Sigurður er látinn mæla við konu sína orð sem finna má í bréfi til sonar hans Jóhannesar: „Ragnar hefur vissa vanmetakennd gagnvart menntamönnum, vill ekki sleppa þeirri tilfinn­ ingu að það sé hann sem ráði og þetta er önnur ástæðan til þess að hann getur heldur sætt sig við menn sem eru heybrækur og að minnsta kosti upp á hann komnir fjárhagslega“ (127).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.