Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Síða 140
D ó m a r u m b æ k u r
140 TMM 2010 · 4
eigin fjötrum“. Síðan „umskipar“ hann „landakortum“, sleppir „skuggunum
undan fólkinu“ og kveikir „þrotlausa frelsisþrá / í brjóstunum“. Og þetta er
aðeins byrjunin: „veldi mitt og orðanna aðeins á fyrsta degi“. Ljóðmælandi
hefur hreinlega tekið sér guðlegt vald, eða gefið ljóðum sínum guðlegt vald, til
að umskipa heiminum öllum, jafnt hinu ytra byrði sem innra lífi. Allt fer á
skrið, enda felur umskipun landakortanna í sér að þau „séu ekki eins afdrátt
arlaus / í trú sinni á línur“.
Vissulega er ekki sami slátturinn á ljóðmælanda í öllum ljóðum bókarinnar.
Í „Langsetur í herbergi“ hefur ljóðmælandi setið mánuðum saman einn í her
bergi sem myrkvast smám saman, en þó gægist lítill geisli inn sem ljóðmælanda
gæti reynst „um megn / að slökkva / þrátt fyrir myrkrið í mér“. Þessi hógværa
mynd af myrkri og einsemd býr yfir bæði kyrrð og von, en eitt einkenni
ljóðanna er einmitt hversu vítt tilfinningasvið þau spanna, jafnvel eitt og sama
ljóðið. Sjálfsháð tekst á við flótta í ljóðinu um óskirnar þrjár, en þar hefur ljóð
mælandi galdrað skógarguð upp úr flösku. Guðinn gerir stólpagrín að óskum
um auðmýkt, einlægt hjarta og grimmd sem veldur því að hann er lokaður
aftur ofan í flöskunni. Auðmýktin er hræsni, einlæga hjartað er ómögulegt því
það er kalið af skáldskap og ósk um grimmd er svarað með orðunum: „æ,
smáskitna mannssál, manngrey / þú veist ekki hvers þú óskar þér / né hvers þú
ert megnugur og hvers ekki“. Samt á ljóðmælandi eina ósk eftir í lokin, sem
lesandinn veit að er ómögulegt, því ljóðið heitir „Þrjár óskir“ og allir vita að
yfirnáttúrulegar verur bjóða aðeins upp á þann fjölda óska.
Og lesandinn er mikilvægur hluti ljóða Hermanns, því eitt einkenni ljóð
anna er að þau eru mörg hver skrifuð í annarri persónu, sem ávarp. Gunn
þórunn Guðmundsdóttir álítur þetta ávarp aggressíft, sem það vissulega er, og
bendir á að það sé ekki alltaf ljóst hver sé ávarpaður, lesandi, ljóðmælandi
sjálfur eða tilteknar persónur.1 Í einu ljóðinu er til dæmis talað til Buffalo Bills
og nokkur eru ástarljóð, en slík eru einmitt oftlega sett fram í annarri persónu
sem ávarp, án þess þó að vera endilega aggressíf. Dæmi um slíkt er ljóðið
ævintýralega „Písa“, en þar rifjar ljóðmælandi upp bernskuminningar með
ástvinu sinni, sálir þeirra renna saman og ástin hefur ekkert dalað „nú þegar
innrásarherir sitja um leikfangalandið“. Líkt og í leikhúsi hefur ávarp til les
andans þau áhrif að rjúfa ,fjórða vegginn‘, bilið sem er milli höfundar og les
anda, eða kannski öllu heldur ljóðmælanda og innbyggðs lesanda. Lesandi
verður meðvitaðri um lestur sinn, hann er ekki lengur hlutlaus áhorfandi eða
neytandi textans heldur þátttakandi, jafnvel meðsekur, í það minnsta með
virkur. Það ruglar hann svo enn í ríminu þegar dynja á honum margvísleg
ávörpin eða hvað á lesandi að halda þegar hann er ávarpaður í einu ljóði sem
Buffalo Bill, í öðru sem ástvina og í enn öðru sem gestur á salerni á Schiphol
flugvelli? Og þannig má áfram telja.
Lesandi verður þannig óviss um eigin stöðu og finnur í sífellu fyrir höfundi,
fær jafnvel á tilfinninguna að þessi höfundur sé að stríða svolítið, leika (bók
menntafræðilega) leiki. En hver er þá höfundurinn? Hermann Stefánsson,
bókmenntafræðingur með meiru. Og hver er hann? Hann er meðal annars