Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Page 141

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Page 141
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2010 · 4 141 maður sem hefur skrifað um bókmenntarýni og gert grín að frösum sem bókmenntagagnrýnendur grípa til, ýmist sér til hægðarauka, eða til að falla í kramið.2 Í greininni „Úr orðabók ríkjandi viðhorfa“ frá 2003 fjallar Hermann meðal annars um fyrirbærið ,maðurinn á bakvið verkið‘ og ýmis vandamál sem höfundinum fylgja: innan bókmenntafræða þykir ófínt að flækja sig of mikið í ævisögulegum atriðum meðan í ,almennri‘ rýni er afar vinsælt að draga höfundinn dáldið inn í málið, eða með orðum Hermanns: „Það er eins og rithöfundurinn sé ævisögulegri en annað fólk, sé meiri manneskja“.3 Hér er ég augljóslega á leiðinni að falla í flokk hinna ,almennu‘ rýna, með því að skoða bók Hermanns útfrá fyrri skrifum hans, sem ég held að segi okkur eitthvað um hann sem manneskju og skáld og geti aðstoðað við lestur á bókinni Högg á vatni. Það hefur heilmikið verið skrifað um höfunda, sérstaklega á síðari árum sem kennd hafa verið við póststrúktúralisma eða póstmódernisma. Frægust er líklegast grein Rolands Barthes um dauða höfundarins (1967), en í annarri grein fjallar Hermann einmitt um dauða Barthes, meðal annars útfrá skrifum hans um táknfræði og dauða höfundarins.4 Önnur minna þekkt en ekki síður mikilvæg grein er eftir annan óðan Frakka, Michel Foucault, sem árið 1969 spurði „Hvað er höfundur?“ og svaraði sjálfum sér því að höfundurinn væri fyrst og fremst afkvæmi eigin skrifa. Það væri auðvitað freistandi að skoða Hermann nánar útfrá kenningum þeirra félaga, og hans eigin hugleiðingum útfrá þeim, en það sem ég hef meiri áhuga á í augnablikinu er lesandinn. Öfugt við höfundinn hefur lesandinn aldrei verið lýstur dauður, né hefur spurningarinnar ,hvað er lesandi?‘ bein­ línis verið spurt. Lesandinn hefur þó hlotið aukið vægi í bókmenntafræðum undanfarinna ára, bæði með tilkomu „póstrú“ og „pómó“, auk svokallaðra viðtökufræða, en ekki síður með tilkomu menningarfræða, sem hafa gert les­ andanum sérlega hátt undir höfði. Þannig hefur í raun verið nokkur umræða um ,hvað er lesandi?‘ því fræðifólk hefur velt mikið fyrir sér hvað gerist eigin­ lega við þessa iðju, hvernig lesendur lesa, hvaða merkingu þeir sjái út úr verkum og hvernig þeir túlki eða vinni úr lesefni. Mikið hefur verið fjallað um virkan lestur, sem ekki þarf að jafngilda því að um meðvitaðan lestur sé að ræða; les­ endur bæta sinni merkingu inní það sem þeir lesa án þess endilega að gera sér það ljóst. Og hvar stendur lesandi Höggs á vatni í þessum vangaveltum öllum? Hann er hvað sem öðru líður gerður mjög meðvitaður um lesturinn og þann mögu­ leika að hann sé á einhvern hátt virkur þátttakandi í ljóðunum. Hið ágenga og sífellda ávarp hefur einfaldlega þau áhrif. Lesandinn getur ekki annað en velt stöðu sinni fyrir sér: hver er þessi ég sem verið er að tala til? Á einhvern hátt virðist svo vera að höfundurinn5 sé að reyna að teygja sig í áttina til lesandans, tengjast honum á einhvern hátt. Ljóðið er oft álitið persónulegra og innilegra en önnur form skáldskapar og því er það kannski eðlilegt að lesanda finnist hann upplifa nánd við höfundinn. Þó hlýtur lesanda fljótlega að verða ljóst að slík tengsl eru hæpin. Írónían sem einkennir ljóðin, meira að segja þau við­
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.