Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Page 144

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Page 144
D ó m a r u m b æ k u r 144 TMM 2010 · 4 kunnanlegt var að hitta fyrir þennan náunga / á ný“. Lesandi og ljóðmælandi renna að einhverju leyti saman í „Rödd úr holunni“, en þar hefur ljóðmælandi komið sér fyrir í holu og ávarpar lesanda, sem enn á ný virðist einskonar ,annað líf ‘ ljóðmælanda. Sá spyr: „Var ég búinn að segja þér að ég hef hafst við í þessari holu / í tvö þúsund ár? / hef safnað orðið dágóðu skeggi / kem færandi hendi ofan úr fjöllum / með ógn úr / undirdjúpunum / þínum eigin“. Hér er vísað til allmargra átta, helliskenning Platóns er augljós, en svo kemur í ljós að holan á sér op í bæði Snæfellsjökli og Heklu og þar er lesandi skyndilega kominn í aðra heima, ævintýra og þjóðsagna. En holan er líka hyldýpi og hít, ruslakista fyrir nýjustu syndir og syndaaflausnir, þráa sjálfsblindu og hroka, svo ekki sé talað um kergju, „afneitun trúblindu og rökhroka“. Holan er því ekki aðeins eftirmynd veruleikans, heldur flótti frá honum, handhæg leið til að losa sig við það sem er óþægilegt. Sem slík getur hún greinilega ekki lengur gegnt því hlutverki að vera ljóðmælanda skjól, enda boðar hann komu sína með ógn í farteskinu. Það sem kannski kemur einna best fram í holuljóðinu er sú einsemd sem einkennir velflest ljóðin og þá sérstaklega þau í lokakaflanum. Samtalið við ,lesandann‘ verður því enn meira knýjandi, tilraun til að ná sambandi við ein­ hvern, eða jafnvel ennfrekar von, því miðað við hversu myrk mörg ljóðanna eru þá er sláandi hvað vonin kemur víða við, eins og í fyrrnefndu ljóði „Langsetur í herbergi“ og vonin er einnig til staðar í „Rödd í holu“, en í lokin kemur í ljós að í holunni er hús sem ljóðmælandi býr í og þar berst ljós út um glugga „út í nóttina / henni til höfuðs // Við hann bind ég vonir mínar allar“. Með tilliti til þessa er lokaljóðið „Skilið skiptum“ umhugsunarvert, en þar stígur ljóðmæl­ andi fram og slítur á öll sambönd og samskipti: „Við erum skilin að skiptum,“ / sagði ég við afgreiðslukonuna í / hverfisbúðinni“. „Tímarnir hafa breyst“ og „að skilja að skiptum er tónn dagsins / – já, frelsið – / er vígt af skilanefndum“. Ljóðmælandi setur dúnmjúka púða „ofan á skynreynsluna“ og dúðar sig í hljóðeinangrun, en gerir sér samt vonir um „að lifa lífið af“. Hann skilur við bensínafgreiðslumanninn og að lokum lesandann, eins og fyrr er sagt. „Mig dreymir um einveru / Ég raða prentuðu máli í hillur / helli upp á kaffi / spila tónlist / einn“, „skiljum að skiptum, öll sem eitt“. Hér virðist einsemdin hafa hverfst í einangrun, sem er, líkt og í holuljóðinu, einskonar tilraun til að dúða sig frá veruleikanum, loka sig úti frá andvökuórum eins og þeim sem einkenna „Högg af vatni“. En jafnframt er ljóðið ástarljóð, „Ástin er illa varðveitt / leyndarmál“ og „Sá sem ekki elskar / – með allri sálinni – / á að vera einn“. Þessi staðreynd virðist koma af stað einangrunarstefnunni og lesandi hlýtur að álykta að þarmeð elski ljóðmælandi ekki með allri sálinni. Ljóðið kallast því að nokkru leyti á við ljóðið „Skáldsaga“ sem ber undirtitilinn „(til þín)“ og lýsir á einni síðu skáldsögu, kafla fyrir kafla. Í fyrstu vindur öllu eðlilega fram en í nítjánda kafla hefur ljóðmælandi ekki lengur hemil á sér og veltir fyrir sér hvort hann sé „brú eða ástarjátning“. Í lokakaflanum hefur hann alveg misst tökin, „Ég mun ekki ná til þín með þessari skáldsögu. Og þegar öllu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.