Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Blaðsíða 11
K r o s s a r n i r í k j ö l fa r i ð á Ve s ú v í u s i
TMM 2018 · 3 11
Sigurlín Bjarney
Krossarnir í kjölfarið á
Vesúvíusi og/eða Ljóðin í
kjölfarið á bókasafnsheimsókn
Almenningsbókasöfnin á þessari jörð eru mýmörg, kannski eru þau óteljandi.
Öll eiga þau sameiginleg þessi atriði: bækur (það segir sig sjálft), hillur fyrir
bækur, stóla og borð til að lesa bækur, útlánakerfi, starfsfólk (sem lánar og
raðar) og skipulega niðurröðun bóka eftir ákveðnu kerfi. Á bókasöfnum eru
bækur á stöðugri hreyfingu, sumar sitja fastar svo árum skiptir á meðan
flestar flæða úr hillum og aftur í hillur eftir mislanga viðveru í ólíkum
höndum. Þögnin er líka þáttur sem sameinar bókasöfnin, þó ekki öll.
Það er álíka spennandi að stíga inn á bókasafn og það var að stíga inn í
sjoppu til að kaupa nammi þegar ég var krakki. Stundum velti ég fyrir mér
hvort það sé til eitthvað sem heitir bókafíkn eða fróðleiksfíkn? Bókasafns-
blæti? Ég stíg inn á safnið, fyllist bókagirnd, tek safnið inn og finn áhrifin,
finn spennuna yfir möguleikunum, tek inn bækur og nýt áhrifanna, ölvast.
Svo ræð ég ekkert við mig, fylli pokana af bókum og skunda heim og veit
innst inni að ég hef ekki tíma til að lesa allan bunkann. En það fylgir því
mikil nautn að vita nokkurn veginn hvar í húsinu, í hvaða hillum, ákveðnar
tegundir bóka leynast. Þá getur maður ráfað um, tekið flandur Baudelaires í
gegnum rekkana og skannað yfir hillurnar. Ég get fullyrt með nokkurri vissu
að í hverri einustu hillu leynist að minnsta kosti ein bók sem er óumræðilega
og óbærilega spennandi. Fróðleikur sem á eftir að fanga. Að rata um bókasafn
er góður undirbúningur fyrir það að rata um lífið.
Hér kemur útúrdúr með lista yfir bókasöfnin í lífi mínu: Bókasafn Kefla-
víkur, Bókasafn Sandgerðis, Bókasafn Fjölbrautaskóla Suðurnesja (hér kynnt-
ist ég Gyrði, Vigdísi Gríms og Melody Maker), Borgarbókasafn við Þingholts-
stræti, Borgarbókasafn í Gerðubergi, Bókasafn Kópavogs, Landsbókasafnið,
Borgarbókasafnið í Grófinni, Bókasafnið í Bournemouth (viðtalsbókin við
John Cage), Bókasafn Árnastofnunar (Pansophia), Háskólabókasafnið í
Uppsala, Almenningsbókasafnið í Uppsala (miðbær og Gottsunda útibúin),
Ríkisbókasafnið í Stokkhólmi, (Kaupmannahöfn, ég á þig eftir), Hagströmer
bókasafnið í Stokkhólmi, Bókasafnið í Norræna húsinu, Borgarbókasafn í
TMM_3_2018.indd 11 23.8.2018 14:19