Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Blaðsíða 108
H u g v e k j u r
108 TMM 2018 · 3
Fyrir bragðið erum við enn á því stigi,
að 10% af starfsorku þjóðarinnar fer í
landbúnað, meðan auðþjóðir heims leggja
aðeins 2,5% starfsorku sinnar í landbúnað
og með meiri árangri.
Þetta kerfi hlýtur að leiða til
offramleiðslu á rándýrum afurðum og
gerir það. Til þess að gera sem mest af
þessari lúxusvöru seljanlega á innlendum
markaði er ríkissjóður látinn greiða niður
mikilvægustu og viðkvæmustu afurðirnar.
Þær afurðir, sem enn eru afgangs, þrátt
fyrir niðurgreiðslurnar, eru svo gefnar
til útlanda á kostnað ríkisins. Nefnist sú
hagsnilld útflutningsuppbætur.
Þetta undursamlega fyrirgreiðslukerfi
mundi samt ekki virka, ef ekki
væri bannað að flytja inn þær
landbúnaðarafurðir, sem gætu keppt við
íslenzkar afurðir.
Landbúnaðurinn er þannig tryggður
í bak og fyrir, í fyrsta lagi með
fjármagnsforgangi, í öðru lagi með
óhemjulegum greiðslum af almannafé og
í þriðja lagi með því að banna neytendum
að fá ódýrari vörur frá öðrum löndum.
Aðeins sá hluti fyrirgreiðslukerfisins,
sem varðar fé skattgreiðenda, kostar
landsmenn um sjö þúsund milljónir króna
á þessu ári. Þar af fara 1000 milljónir í
útflutningsuppbætur, 700 milljónir í ýmsa
beina styrki, 500 milljónir í óbein framlög
til eflingar landbúnaðar, 800 milljónir í
áburðarniðurgreiðslu og 4000 milljónir í
niðurgreiðslu á afurðum landbúnaðarins.
Þetta hrikalega ástand, sem á sér enga
hliðstæðu í þróuðum ríkjum, ber vott
um, að þrýstihópur landbúnaðarins er
öflugasti þrýstihópur landsins. Vald hans
er svo mikið, að alþingi og stjórnvöld eru
nánast aðeins afgreiðslustofnanir, þegar
landbúnaðarmál ber á góma. — JK
Minningarorð Sveins R.
Eyjólfssonar
Áhugasamir um hin sögulegu átök á
Vísi geta fengið nánari upplýsingar um
þau í bókinni Allt kann sá er bíða kann
– æsku og athafnasögu Sveins R. Eyj-
ólfssonar blaðaútgefanda sem kom út
fyrir síðustu jól. Við útför Jónasar Krist-
jánssonar, sem fór fram í Gamla bíói 12.
júlí sl. á vegum Siðmenntar, voru flutt
minningarorð um hann eftir Svein,
félaga hans til áratuga, sem alveg óvænt
leggur áherslu á allt aðrar hliðar á Jónasi
en hér hafa verið nefndar. Eins og lesa
má hér á eftir var maðurinn ekki ein-
hamur:
Félagi minn í leik og starfi í tæp 60 ár,
Jónas Kristjánsson ritstjóri, er allur. Við
supum marga fjöruna saman á löngum
tíma. Kynntumst við sumarstörf í virkj-
unum við Sogið 1959, en hófum samstarf
við blaðaútgáfu á fyrri hluta árs 1968.
Þá gekk ég til liðs við Vísi sem fram-
kvæmdastjóri að áeggjan Jónasar, sem þá
hafði ritstýrt blaðinu um nokkurn tíma.
Sú saga öll hefur verið sögð á öðrum stað.
Jónas Kristjánsson var um margt
óvenjulegur maður. Hann gekk til allra
verkefna sinna af ástríðufullri atorku.
Hefði í rauninni orðið í fremstu röð á
hvaða sviði sem hann hefði kosið að hasla
sér völl á, hvort sem var í hugvísindum
eða raunvísindum. Af slíkri nákvæmni
sinnti hann öllum sínum verkefnum. Mér
eru nokkur þeirra minnisstæð.
Fyrst er að nefna golfið. Það er ekki á
margra vitorði að Jónas tók að leika golf
á fyrstu samstarfsárum okkar. Hann gekk
til þessarar íþróttar af miklum krafti og
fór jafnvel í golf uppúr kl. 6 á morgnana
og hafði leikið nokkra hringi áður en
hann fór til vinnu sinnar á blaðinu; þar
var hann ævinlega mættur fyrir kl. 8 á
morgnana, fyrstur manna. Golfástríðan og
þekking Jónasar á íþróttinni var orðin svo
mikil að sú spurning hvarflaði að mér um
tíma hvort Jónas Kristjánsson hefði ekki
örugglega fundið upp golfíþróttina. En að
nokkrum tíma liðnum sögðu fætur hans
hingað og ekki lengra, voru ekki viðbúnir
þessu óvænta og óundirbúna álagi. Setti
Jónas þá golfsettið inn í geymslu og tók til
við önnur áhugamál.
TMM_3_2018.indd 108 23.8.2018 14:19