Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Blaðsíða 6

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Blaðsíða 6
A n d r i S n æ r M a g n a s o n 6 TMM 2018 · 3 haustkvíða. Hann veit ekki hvort hann hafi aflað nóg fyrir vorið, hann fær skilaboð á símann um að Bitcoin hafi enn lækkað í verði. Orkuþörfin er að vísu enn eins og orkuþörf Perú, en ekkert er öruggt í þessum heimi. Hann sér að birtan frá ljósaskiltunum við Sports Direct er skærari en þau voru í sumar og gnístið í nagladekkjunum hefur hækkað með hverjum deginum. Ljósin á umferðarljósunum eru rauð. Forn viska segir honum að rautt ljós þýði stopp, að fara ekki eftir þessum táknum getur þýtt bráðan bana. Hann stöðvar bílinn og lítur til beggja hliða, nú er hrafn í uppstreymi við Deloitt turninn …“ Heimild: Ja.is: ,,Pétur Guðmundsson frá Ófeigsfirði, Þorrasölum 11, 201 Kópavogi.“ IV Strákur fer í stríð Ég opna blöðin og sé að Haukur Hilmarsson er týndur, að tyrkneskir fjöl- miðlar segi að hann hafi farist í loftárás í Sýrlandi þar sem hann barðist með frelsisher sýrlenskra Kúrda. Ég man eftir honum úr Kárahnjúkabaráttunni. Ég dáðist að kjarki baráttumanna þar, fylgdist með Saving Iceland frá fyrsta stofnfundi og fannst ég hálfgerður smáborgari, kjarklaus, hræddur. Ég var óhræddur við að skrifa og segja mína skoðun en ég var of kjarklaus til að fara í beinar aðgerðir, átti of mikið undir, afborganir, bíl og nýfætt barn. Saga Hauks er önnur kvikmynd, ,,Strákur fer í stríð“. Frá Kárahnjúkum til Afrin. Það hlustaði enginn á mótmælendur í búsáhaldabyltingunni fyrr en Haukur og félagar komu með harðari og beinni aðgerðir sem þeir lærðu á fjöllum og gegnum alþjóðleg tengsl. Það gerðist ekkert fyrr en alþingismenn urðu raun- verulega hræddir. Saga breytinga í heiminum er ekki alltaf friðsamleg. Hún er sjaldnast friðsamleg. V Hvernig á að fjalla um samtímann? Hvernig á að umbreyta stórum sam- félagsmálum og takast á við þau í bók, á sviði eða í kvikmyndaformi? Það er sjaldgæft að fara á kvikmynd þar sem allt, nánast bókstaflega allt í myndinni er eitthvað sem maður var búinn að hugsa, ímynda sér eða kannast við á einn eða annan hátt. Ég hef meira að segja átt fundi með leikstjóra myndarinnar Kona fer í stríð þar sem við geymdum símana okkar inni í ísskáp (Benedikt ólst upp í húsinu á móti bandaríska sendiráðinu og veit sínu viti). Þá voru einhver tvö þrjú álver á sjóndeildarhringnum, Þjórsárver og önnur svæði enn í bráðri hættu og við veltum fyrir okkur hvernig framtak bændanna í Mývatnssveit gæti litið út á okkar dögum. Og þá fóru einmitt gegnum hausinn allar þessar hugsanir. Hver hefur rétt fyrir sér, hvenær á að stíga út fyrir hinar hefðbundnu leikreglur og hver er afleiðingin af því? Á Kára- hnjúkum var njósnari gerður út frá Bretlandi, hann gekk í hóp umhverfis- verndarmanna undir fölsku flaggi og misnotaði ungar stelpur. Erlendur TMM_3_2018.indd 6 23.8.2018 14:19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.