Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Blaðsíða 35
F i s k u r á s a n d i þa r f a ð b e r j a s t f y r i r va t n i
TMM 2018 · 3 35
Wang Shuhui
Fiskur á sandi þarf að
berjast fyrir vatni
Nóra Ibsens í tímans rás og ólíkum heimshornum
1
Ég kom til Íslands í byrjun febrúar, í versta veðrinu; snjóbylur og éljagangur
dag eftir dag. En það dró ekki úr hitanum í umræðunum í kjölfar Me-too
byltingarinnar. Í fyrstu heimsókn minni til vinkonu minnar hitti ég Öldu,
unglingsstúlku sem var að vinna heimaverkefni á spjaldtölvu. Hún er
afburðanemandi í tíunda bekk og þetta var verkefnið: „Yrkið nýtt ljóð sem
endurspeglar samfélag okkar.“ Hún skrifaði að hún væri stolt af Íslandi út
af mörgu, þar á meðal Me-too byltingunni. Þegar hún var búin að lesa vel-
heppnað ljóð fyrir okkur mömmu sína, spurði hún mig: „Er Me-too bylting
í Kína?“
„Er Me-too bylting í Kína?“ Ég endurtók spurninguna og spurði sjálfa mig.
„Kannski ekki,“ svaraði ég síðan. Samfélagsmiðlar á borð við facebook og
twitter ná nefnilega ekki til almennings í Kína.
Svo fór ég í tíma á Hugvísindasviði í HÍ, en tilgangurinn með nokkurra
mánaða dvöl minni hér á landi er að bæta íslenskuna mína og vera með á nót-
unum. Einnig er ég að vinna rannsóknarverkefni á vegum háskólans míns,
Beijing Foreign Studies University. Gamli góði kennarinn minn, bókmennta-
fræðingurinn Jón Karl Helgason, er enn að kenna hópi á 3. ári í íslensku sem
öðru máli bókmenntasögu tuttugustu aldar. Þegar ég mætti í tímann voru
þau komin að smásagnasafni Ástu Sigurðardóttur, Sunnudagskvöld til mánu-
dagsmorguns. „Að vera berskjaldaður,“ er setning sem kennarinn strikaði
undir á töflunni í framhaldi af umræðum um hræðilega reynslu af nauðgun
sem lýst er í sögu Ástu. Þetta kallast aftur á við Me-too byltinguna.
2
Um daginn horfði ég á sjónvarpsviðtal við konu sem er innflytjandi á Íslandi.
Henni var nauðgað þegar hún var nýkomin til landsins. Einhver maður
nauðgaði henni á vinnustaðnum hennar. Í viðtalinu var hún í skugga, and-
TMM_3_2018.indd 35 23.8.2018 14:19