Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Blaðsíða 39

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Blaðsíða 39
F i s k u r á s a n d i þa r f a ð b e r j a s t f y r i r va t n i TMM 2018 · 3 39 tímariti og þýddi að auki og hún var heima og sinnti heimilisstörfum. Hann hafði skoðanir á feðraveldi, gömlum siðum, jafnréttismálum kynjanna, talaði um Ibsen, Tagore, Shelley. Hún hlustaði forvitin og brosandi, kinkaði kolli annað slagið. Þannig liðu nokkrir mánuðir. Tímarítið fékk kvörtunarbréf út af sambúð þeirra og ritstjórinn rak Sheng úr starfi. Zijun vildi ekki láta það skipta máli, en hún hljómaði ekki eins ákveðin og áður. Sheng varð reiður og vonsvikinn vegna ástandsins, en ætlaði auglýsa eftir vinnu, skrifa vini sínum sem var ritstjóri hjá öðru fyrirtæki og biðja um hjálp en einbeita sér að þýðingum á meðan. En það var ómögulegt að þýða heima. Þar skorti næði og ró. Zijun var allan daginn við heimilisstörf, kallaði hann í mat þegar hann var í miðri þýðingu. Hún sýndi ekki tillitssemi. Hún hafði breyst, var ekki eins mjúk og ljúf og áður. Tekjurnar minnkuðu talsvert. Þau þurftu að spara á meðan hann þurfti mikla orku í þýðingarnar. Hann fór að dvelja löngum stundum á bóka- safni, þar var hlýtt og margt til að lesa. Það var kalt heima. Einn morguninn áttu þau tal saman um bágt ástand sitt, hann var hreinskilinn og sagðist ekki vera ástfanginn af henni lengur og að best væri að þau hættu saman. Hann fór svo út á bókasafnið. Faðir Zijun kom og tók hana heim með sér. Eftir nokkrar vikur kom frétt um að hún væri dáin. Smásagan er sögð frá sjónarhóli Shengs, skrifuð til þess að rifja upp sam- band þeirra og þann kulda, eftirsjá og særindi sem ríktu. Titillinn segir okkur að önnur sögupersónan sé dáin en hin særð. Í sögunni er Ibsen tvisvar nefndur og óhætt er að segja að þessi saga sé samin í samhengi við útbreiðslu Dúkkuheimilisins og fyrirlestur Lu Xun tveimur árum fyrr. Í sögu Lu Xun eru margvíslegir þættir – samfélagslegir, menningarlegir, efnahagslegir – sem móta örlög Zijun og hvernig ást eiginmanns hennar breyttist. Saga smásögunnar endar ekki svona. Árið 1982 gaf rithöfundurinn Yi Shui frá Hong Kong út skáldsöguna Fyrri hluti lífs míns. Sagt var að smá- sagan „Sært og dautt“ eftir Lu Xun væri uppáhaldssagan hennar. Hún notaði sögu Lu Xun en sviðsetti hana í Hong Kong nútímans. Aðalpersónur voru aftur Sheng og Zijun. Þau höfðu verið gift í mörg ár og áttu 8 ára son. Sheng vann hjá stóru fyrirtæki og gegndi ábyrgðarstöðu. Zijun var heima með vinnukonu sem sá um heimilisstörfin á meðan hún verslaði, dekraði við sig og naut lífsins. Smám saman áttu hjónin minna og minna sameiginlegt og kærleikur byrjaði að vaxa á milli Sheng og Ling, samstarfskonu hans, sem er ótrúlega fámál, vandvirk og fullkomin í sínu starfi. Zijun var ósátt og fékk skilnað. Hún var neydd til að fara að vinna aftur. En hún var fljót að læra. Eftir nokkur ár var hún orðin sjálfstæð nútímakona sem skorti ekki athygli og ást, en Sheng sá hins vegar eftir því að hafa skilið. Eftir skáldsögunni voru gerðir sjónvarpsþættir og voru þeir frumsýndir árið 2017. Þeir kölluðu á miklar umræður meðal almennings, sérstaklega kvenna, um málefni hús- mæðra, kvenna á vinnumarkaði, hjónabönd. Áhugavert er að Nóra Ibsens lifir áfram, á fjölbreyttan hátt í tímans rás TMM_3_2018.indd 39 23.8.2018 14:19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.