Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Blaðsíða 17

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Blaðsíða 17
K o k t e i l b a r i n n TMM 2018 · 3 17 rakleiðis aftur upp stigann og henda sér í bælið. Var það svona að verða gamall maður? Og var rimlarúm litlu krúsídúllunnar þeirra (sem hann var strax tekinn að sakna) ekki staðsett einmitt beint fyrir ofan bar- borðið? Njóttu vel! sagði barþjónninn. Takk! sagði hann. Ekki geispa svona, sagði hún þegar hann settist aftur hjá henni. Fyrir- gefðu, ég er svo þreyttur, sagði hann, kokteillinn hressir mig vonandi við. Já, hvað fékkstu þér? Ég fékk mér Bitter Baron, sagði hann. Þau sypluðu kokteilana í þögn drjúga stund. Hinir gestirnir voru allir í inn- lifuðum samræðum um eitthvað áhugavert. Hvernig er þinn kokteill? Bara fínn, sko. En þinn? Jú, jú, bara fínn. Þögn. Hann dauðsá eftir að hafa ekki staðið fast á sínu og fengið sér bjór, en fann um leið hvernig áfengið vakti hann smám saman aftur til lífsins. Hjá henni var þessu á hinn veginn farið: áfengi hafði ævinlega slævandi áhrif á hana og var raunar stórhættulegt þegar hún var þreytt. Ekki geispa svona, sagði hann. Þú geispaðir áðan, sagði hún. Já, en núna er ég hættur að geispa, sagði hann, drykkurinn hressir mig. Ég er að sofna, sagði hún. Hún kláraði drykkinn og lá nú bókstaflega fram á borðið. Reistu þig við, sagði hann örvæntingarfullur. En ég er svo syfjuð, muldraði hún með andlitið útflatt á borðplötunni. Þetta lítur vandræðalega út, sagði hann, það er eins og ég sé annaðhvort leiðinlegasti maður í heimi eða þá ég hafi laumað nauðgunarpillu út í drykkinn þinn. Þú verður að bera mig heim, sagði hún. Bíddu, ég skýst til að gera upp við barþjóninn, sagði hann. Hann svolgraði dreggjarnar úr sínum kokteil og bað svo um reikn- inginn. Konan mín er að sofna, sagði hann og hló hvellt. Honum fannst óþægilegt að fylgjast með henni liggja fram á borðið. Hann þekkti svo margar stelpur sem höfðu dáið á barnum og vaknað í vondum aðstæðum. Komdu, sagði hann, ég er búinn að borga. Labbaðu sjálf, það lítur svo illa út ef ég þarf að styðja þig. Hún skjögraði milli borðanna og var næstum dottin í fangið á vöðva- stæltum manni sem sat í hrókasamræðum við annan þvengmjóan við útidyrnar. Styddu við mig, hvíslaði hún. Já, en reyndu í það minnsta að halda augunum opnum, sagði hann, þetta er fáránlegt. Ég skil ekki af hverju það skiptir þig svona miklu máli hvað öðrum finnst, sagði hún. Það skiptir mig engu máli hvað öðrum finnst, sagði hann. Jú, sagði hún og galopnaði nú augun. Þú ert með á heilanum hvað öðru fólki finnst, sagði hún. Þetta átti að vera stefnumótið okkar en það eina sem þú hugsar um er hvað öðru fólki finnst! Hún strunsaði í fýlu út um dyrnar og hvarf úr augsýn. Suss, sagði hann, ekki tala svona hátt. Hann gjóaði augunum skömmustulegur yfir barinn áður en hann flýtti sér á eftir henni. Glaðværu raddirnar fylgdu þeim alla leið heim. TMM_3_2018.indd 17 23.8.2018 14:19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.