Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Blaðsíða 16

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Blaðsíða 16
S v e r r i r N o r l a n d 16 TMM 2018 · 3 Þau burstuðu svekkt í sér tennurnar, seildust eftir bókum af náttborð- inu, bæði voru steinsofnuð innan tveggja mínútna. Og vikurnar liðu. Á hverju kvöldi hlustuðu þau á glaðværar raddir berast inn um gluggann í samneyti við sumarylinn – og nú var sú stóra stundin runnin upp! Kokteilbarinn! Rómantískt stefnumót! Þau tvö, þátttakendur í glaumnum! Vinkona þeirra frá París var í heimsókn yfir helgina, spengilegur bókaútgefandi, og krafðist þess að þau slettu úr klaufunum meðan hún sæti yfir barninu. Barnið var meira að segja steinsofnað, sótrjótt og útkeyrt eftir pakkaða dagskrá. Þau höfðu vaknað um fimmleytið við að stúlkan spangólaði kröfu sína um brjóstamjólk og síðan ákveðið, að tillögu móðurinnar, að nota frídaginn til að „slappa af“, sem þýddi þriggja klukkustunda lestarferð út úr New York í lítinn smábæ, utangátta vafur um listasafn ásamt frönsku vinkonunni og völtu, hand- óðu barninu, spássitúr um þorpið í þrjátíu stiga hitamollu, aðra þriggja tíma lestarferð heim þegar barnið var orðið vitstola af þreytu og bræði og beit þau og klóraði, orgaði, kýldi, öskraði, kúkaði, hrækti. Nú leiddust þau í þögn niður stigann, önduðu að sér sumarloftinu (fnyknum úr ruslatunnunni), hikuðu augnablik við inngang barsins og héldu lotn ingarfull niðri í sér andanum, settust svo við eina lausa borðið úti við gluggann, þar sem hann hóf leik með því að slá kertið á borð- inu óvart um koll og hún kafaði stressuð í kokteilaseðilinn og gat ekki ákveðið sig. Hvaða kokteil vilt þú? spurði hún áhyggjufull. Æ, bara bjór, sagði hann. Nei, þú verður að fá þér kokteil, sagði hún. En mig langar frekar í bjór, sagði hann. Þú færð þér alltaf bjór, sagði hún. Já, mér finnst bjór góður, sagði hann. Nei, fáðu þér kokteil, sagði hún. Ókei, sagði hann. Sjálf skipti hún fimm sinnum um skoðun áður en hann fékk grænt ljós til að panta handa henni eitthvað sem kallaðist Tropical Paradise. Hann vék sér hikandi yfir að barborðinu og hún beið í sætinu þeirra úti við gluggann og virkaði öll á nálum. Eftir nokkrar feimnislegar til- raunir náði hann loks augnsambandi við barþjóninn og bað um Tropi- cal Paradise og hljómaði eins og hann byggist allt eins við því að bar- þjónninn myndi þverneita að verða við þeirri ósk hans. Sjálfur lýsti hann yfir áhuga á einhverju beisku, ekki of sætu. Barþjónninn kinkaði ábúðarfullur kolli: Ég mæli með Bitter Baron. Frábært, hljómar vel. Ekki málið! sagði barþjónninn og ræsti húðflúraða handleggi til starfa: hellt var úr flöskum í löngum sigurboga, ílát hrist og skekin í takt við tón- listina („Africa“ með Toto), hanastélin tóku á sig litríka, frískandi mynd. Hann góndi órólegur og lúinn upp í loftið. Nú þegar rómantíkin var runnin upp – náðugt fríkvöld á barnum – langaði hann helst til að flýja TMM_3_2018.indd 16 23.8.2018 14:19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.