Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Blaðsíða 12

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Blaðsíða 12
S i g u r l í n B j a r n e y 12 TMM 2018 · 3 Kringlunni. Ég geri mér far um að þefa uppi bókasöfn. Þau bókasöfn sem gleymast í upptalningunni bið ég fyrirgefningar með von um vægð. Hver eru bókasöfnin í lífi þínu? Samanlagt hafa öll þessi söfn breytt lífi mínu, oft og mörgum sinnum, og þau gera það enn. Ég viðurkenni það hér og nú, ég elska bókasöfn. Elska þetta opna rými sem allir mega valsa um, elska þetta traust þegar ég fæ að taka bækurnar með mér heim, elska möguleikana, elska fróðleiksþorstann sem bókasöfnin bæði svala og kynda undir. Það er líka hressandi að mæta fólki í rými þar sem það er með óbeinum hætti ætlast til að maður þegi, þá kastar maður kveðju lágum rómi. Bókasöfn eru rými utan um bækur sem hver og ein hefur eigið innra rými sem lesandinn mætir með sínu líkamlega/andlega holrými og öll rýmin blandast og hreyfast um leið. Tungumál binda allt saman. En nú þarf ég að koma mér að efninu, heimsókn á Hagströmer bókasafnið í Stokkhólmi í mars árið 2017. Ég var um tíma í námi í Uppsala og fólkið í skólanum benti mér reglulega á þetta tiltekna safn. Þar að auki starfaði einn kennarinn þar að hluta og bauðst til að sýna mér safnið. Ég tók strætisvagn til að taka lest til að taka strætisvagn til að komast á safnið sem stendur gul- málað á jaðri fallegs garðs með tjörn. Hagströmer bókasafnið sérhæfir sig í textum sem tengjast sögu náttúruvísinda og læknisfræði. Það er óhætt að kalla það læknisfræðisögusafn eða lækningasögusafn en inn í það fléttast líka saga efnafræðinnar (Paracelsus), jarðfræðinnar (Athanasius Kircher) og náttúruvísinda almennt. Vísindasagan birtist þarna í sinni áköfu leit að skilningi á mannslíkamanum, vessum hans og sjúkdómum einstakra líffæra. Þar eru bækur eftir hinn sænska Immanuel Swedenborg en einungis þær sem varða náttúruvísindi á meðan dulspekibækurnar eru annars staðar (veit ekki hvar og væri gaman að heimsækja það safn), kannski af því að dulspekin er ekki talin hluti af sögu vísindanna, en ég er ekki viss um að það sé alveg rétt. Safnið var stofnað árið 1997 til að varðveita söfn gamalla og sjaldgæfra bóka sem sænska læknafélagið (stofnað 1807) og Karólínska stofnunin (stofnuð 1810) höfðu haldið utan um allt frá 19. öld. Mestu gersemarnar liggja í hinu gamla Collegium Medicum (1663–1812) og Karólínska stofnunin tók við bókum og handritum þess safns árið 1816. Hagströmer safnið geymir um 40.000 sjaldgæfar og verðmætar bækur (flestar prentaðar fyrir 1860) sem margar koma úr söfnum frægustu lækna Svíþjóðar frá 18. og 19. öld. Gjöfin frá Anders Johan Hagströmer (1753–1830) var sérstaklega rausnarleg og meðal annars þess vegna ber safnið hans nafn. Hér er ekki heimilt að ráfa um með bakpoka. Hér er haft auga með öllum mannaferðum og þeim einungis hleypt inn sem eru skráðir gestir eða hafa sótt um sérstaklega vegna rannsókna sinna. Þessar bækur mega ekki yfirgefa húsið, ekki undir neinum kringumstæðum. Hér er andardráttur hugmynda- sögunnar, hér eru vísbendingar um þankagang, þróun, ferli, um tímann áður en við vissum það sem við vitum í dag. TMM_3_2018.indd 12 23.8.2018 14:19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.