Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Blaðsíða 13

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Blaðsíða 13
K r o s s a r n i r í k j ö l fa r i ð á Ve s ú v í u s i TMM 2018 · 3 13 Mér var bent á einn vegginn sem var þakinn brúngráum bókum og tjáð að þarna væri besta safn sinnar tegundar í heiminum um sögu ljósmóður- fræða. Heillandi saga á allan hátt, hvernig við nálgumst það verkefni að taka á móti nýju lífi á ólíkum tímum, hvað við vissum hverju sinni um fóstur, fylgjur, líknarbelgi o.s.frv. Hvernig uppgötvanir urðu, breytingar, afturför, framþróun, hliðar saman hliðar. Leiðsögumaður minn hleypti mér inn í hið allra helgasta: brynvarið, gluggalaust rými þar sem starfsmaður má aldrei líta af gesti sínum því þar leynast miklir fjársjóðir. Frumútgáfur af merkum prentgripum frá 16. og 17. öld. Elsti prentgripur safnsins er frá 1501. Ég vissi ekki hvað ég ætti að gera við hendurnar á mér. Þegar frumútgáfa af Mundus Subterranus eftir Athanasius Kircher (frá 1665) var dregin fram þá tók ég andköf. Fletti og sá að jörðin var á sínum stað með sínum kraumandi undirdjúpum, myndirnar eru svo krassandi að þær bera mann ofurliði. Það er eitt að sjá í tölvu, annað að sjá með eigin augum og allt annað að snerta. Eftir kaffispjall með starfsfólkinu og almennt spjall við leiðsögumann minn (sem hafði hjá sér ritið Museum Museorum eftir Michael Bernard Val- entini og er alfræðirit um allt) fékk ég að glugga í bók. Fékk að sitja ein við borð með eina bók. Ein í herbergi fullu af bókum frá 20. og 21. öld sem fjalla um bækurnar í hinum herbergjunum, um efni þeirra og þróunartengslin. Bókin sem ég fékk í hendurnar kom út 1672 í Frankfurt og heitir Joco Seri- orum Naturae et Artis … eftir Kaspar Schott (1608–1666, dulnefni hans var Aspasio Caramuelio) en þar aftan við lýsingar á fjölmörgum töfrabrögðum, sjónhverfingum, alkemíu og fleiru kemur ritið Diatribe de prodigiosis cruci- bus sem er eftir þýska jesúítann og alfræðinginn Athanasius Kircher (1602– 1680). Um er að ræða þýska þýðingu á latnesku riti sem kom fyrst út árið 1661 og gæti heitið á íslensku Krossarnir í kjölfarið á Vesúvíusi. Það var hið stórundarlega efni sem dró mig að ritinu en þar rannsakar hann gaumgæfi- lega ástæður þess að krossar birtust á ólíkum klæðum og textílefnum fljótlega í kjölfar eldgossins í Vesúvíusi árið 1660. (Þess má geta að gosið hófst í júlí 1660 og það sama ár gaus Katla í nóvember, en þetta er ótengdur útúrdúr). Niðurstaða hans var eitthvað á þá leið að heilagur andi hefði verið á sveimi í kringum Napólí þegar askan settist yfir svæðið og sett mark sitt á klæði og efni. Hann teiknaði upp skýringarmyndir af þessum dularfullu krossum og nálgaðist efnið af strangri rökfestu. Hinum heilaga anda er í dag meira og minna úthýst úr jarðfræðinni en fyrir 357 árum var hann hluti af þekkingar- leitinni og spurning hvort hann eigi afturkvæmt á þær slóðir eftir nokkur hundruð ár. Umræddur Kircher kannaði marga ólíka hluti og gaf út 30 bækur sem fjalla meðal annars um segulfræði, ljósfræði, læknisfræði, náttúrufræði, guðfræði, jarðfræði og tónlist og hann helgaði líf sitt ráðningunni á egypsku heraklífunum og gaf út risavaxið safn um þá ráðningu (2000 síður í fjórum bindum). Seinna kom á daginn að hann hafði rangt fyrir sér um heraklíf- urnar en rambaði á rétta braut þegar hann sagði að bakteríur gætu komið af TMM_3_2018.indd 13 23.8.2018 14:19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.