Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Blaðsíða 7

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Blaðsíða 7
K o n a f e r í s t r í ð TMM 2018 · 3 7 njósnari á Íslandi vann gegn umhverfisverndarfólki en ekkert gerðist, enginn látinn sæta ábyrgð. Málið fellur niður og gleymist. Ég fylgdist með atburðum í Gálgahrauni þar sem friðsamir borgarar komu sér fyrir úti í hrauni til að sporna við eyðileggingu þess. Þarna voru kórstjórar, eftirlaunamenn, kenn- arar og námsfólk. Einn daginn var stærsta grafa landsins mætt til þess að aka alla veglínuna og eyðileggja allt svæðið formlega. Þetta var ekki í samræmi við hefðbundna vegagerð. Það tíðkast ekki að senda gröfu á alla veglínuna til að marka hana áður en vegurinn er lagður. Grafan var þarna í hernaðar- legum tilgangi, hún var þarna til þess að ryðja burt mótmælendum, þetta var einhverskonar blitzaðgerð, hernaðarleg aðgerð til að losna við þessa nátt- úruverndarsinna. Með gröfunni fylgdi her lögreglumanna með línur sem voru strengdar kringum fólk sem sat eða lá. Fólk fékk fyrirskipanir, hróp og köll. Þeir sem ekki færðu sig voru handteknir. Ég sá einn vera við það að missa buxurnar niður um sig, gleraugun hans brotnuðu. Hann var að sjá eftir landi sem honum þótti vænt um og í ofanálag var hann niðurlægður með valdbeitingu. Þetta var fasismi. Ég var reiður og langaði mest að grýta helvítis gröfuna en ég gerði það ekki. Ég þurfti að sækja barn á leikskóla. Ári síðar var ég kallaður til vitnis í héraðsdómi Reykjaness. Ég hafði aldrei komið í dómssal. Ég sagði það sem ég sá. ,,Í Gálgahrauni sáum við fólk beitt ofbeldi, niðurlægingu og fjárhagslegum óþægindum, fólk sem mót- mælti eyðilegg ingu á náttúruverðmætum sem tengdust ekki atvinnutækifæri heldur hreinum útgjöldum og tæknilegri útfærslu af hálfu Vegagerðarinnar. Í húfi var náttúruperla, útivistarsvæði, sögulegar minjar og fyrirmyndir Kjar- vals. Ég spurði hvort til væru lög um svona aðgerðir. Hvort framkvæmdaað- ilar mættu haga sér þannig að venjulegt heiðarlegt fólk væri vísvitandi gert að lögbrjótum til þess eins að gera þeim kleift að handtaka það. En réttarhöld snúast ekki um samtal, ekki um það hvort vettvangur glæpsins hafi verið hannaður fyrirfram, að fyrirfram hafi verið ákveðið að gera heiðarlegt fólk að glæpamönnum. Mér sýndust réttarhöldin vera einhverskonar forrit. Já eða nei? 0 eða 1? Hlýddi hann lögreglumanni? Já eða nei. Nei, þá er hann sekur. Þá fær hann sekt. VI Lágflugsæfingar í tengslum við NORÐUR VÍKING 99 Dagana 19., 21., 22. og 23. júní eru ráðgerðar lágflugsæfingar orrustuflugvéla á afmörkuðu lágflugssvæði yfir hálendinu í tengslum við varnaræfinguna NORÐUR VÍKINGUR 99. 6. Jagúar orrustuvélar breska flughersins og 4 F-15 orrustuvélar bandaríska flughersins munu fljúga lágflugið. (Heimild: „Lágflugsæfingar í tengslum við NORÐUR VÍKING 99.“ Fréttatilkynn- ing frá utanríkisráðuneytinu nr. 057, 18. júní 1999 á www.utn.stjr.is) TMM_3_2018.indd 7 23.8.2018 14:19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.