Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Blaðsíða 124

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Blaðsíða 124
U m s a g n i r u m b æ k u r 124 TMM 2018 · 3 en náið og breiðir þannig yfir samkyn- hneigð Anthonys. Systir Jóhanna er býsna vel smíðuð persóna, hún er sjálfstæð og gáfuð og á ýmsan hátt leikur höfundur sér skemmtilega með þær staðalmyndir sem við höfum sennilega flest af nunnum. Hún er t.d. ágætur bílstjóri og hefur vit á bílum, sem kemur sér vel í Íslandsferð- um hennar, og tónlist leikur nokkuð stórt hlutverk í persónusköpun hennar. Það er þó ekki sú trúarlega tónlist sem maður ætti kannski von á, systir Jóhanna María er mikill bítlaaðdáandi og leggur í seinna ferðalag sitt vopnuð litlum vasaspilara með bítlalögum. Hundurinn sem bíður hennar heima í klaustrinu heitir meira að segja George Harrison! Sem spennusaga er Sakramentið tvö- föld í roðinu. Annars vegar er systir Jóhanna María í hefðbundnu hlutverki spæjarans sem rannsakar glæpamál. Þar er vísað í hefðina á margvíslegan hátt, aðstoðarmaður hennar, ungur Íslend- ingur sem heitir hvorki meira né minna en nöfnum tveggja postula, Páll Péturs- son, er dæmi um þetta. Á hinn bóginn kemur í ljós undir lok sögunnar að „glæpirnir“ eru fleiri en virðist við fyrstu sýn. Það sem lesandi og allar per- sónur sögunnar hafa haldið vera sjálfs- morð barnaníðingsins séra Ágústs Frans reynist vera manndráp – og banamaður hans sögumaðurinn systir Jóhanna María. Þetta er ekki óþekkt bragð í glæpasögum og nægir að minna á Agötu Christie og sögu hennar The Murder of Roger Ackroyd sem hefur komið út í tveimur íslenskum þýðingum. Þar kemur í ljós í lokin að fyrstu persónu sögumaðurinn er einmitt sjálfur morð- inginn. Og þá vakna ýmsar spurningar í huga lesandans, um sekt og sakleysi, hefnd og réttlæti. Það er ekki laust við að hugur- inn hvarfli til nýlegrar íslenskrar skáld- sögu, sem þó er að öðru leyti eins ólík Sakramentinu og hugsast getur, Kötu eftir Steinar Braga. Þar segir af móður sem stígur yfir öll mörk samfélagsins og hefnir dóttur sinnar, sem hefur verið myrt eftir hrottalegt kynferðisofbeldi, með því að drepa ofbeldismennina. Systir Jóhanna María hefnir líka fyrir fórnarlömb kynferðisofbeldis, en hefnd hennar er ekki opinber, hún gengst aldr- ei við henni. Hún iðrast heldur ekki gjörða sinna og skriftar aldrei eða játar synd sína fyrir neinum, eins og kannski mætti ætla af konu í hennar stöðu. Und- irrituðum er ekki alveg ljóst til hvaða sakramentis titill sögunnar vísar, það er hægt að útiloka þau flest, því systir Jóhanna María skriftar ekki og hún reynir ekki einu sinni að fá aflausn fyrir syndir sínar. Það eina sem hún iðrast er að hafa ekki gert það sem hún gerði af réttum ástæðum, ekki af „umhyggju fyrir fórnarlömbum hans eða brennandi þörf fyrir að stöðva hann“ (345), heldur vegna þess að hún þolir ekki að „bera lægri hlut í stríði“ þeirra (346). Og þá má spyrja hvort það sé bara einstakling- urinn og kynferðisbrotamaðurinn séra Ágúst sem hún hrindir niður úr turnin- um eða hvort hann sé að einhverju leyti staðgengill fyrir kúgara hennar, kardín- álann, og jafnvel fyrir kirkjuna sem stofnun. Þótt systur Jóhönnu Maríu sé kær- leikurinn hugleikinn þá einkennist sam- band hennar við guð ekki af kærleika eða auðmýkt. Og undir lok sögunnar fer hún langt með að afneita sjálfri trúar- játningunni. Ég hef beðið til þín af öllum mætti, ég hef iðrast, ég hef ályktað að heimurinn væri betur settur án mín. Ég hef leitað en ekki fundið, og fyrirgefningin er alltaf handan seilingar. Í myrkviðum hugans leynast hætturnar. Þegar ég lauga andlitið TMM_3_2018.indd 124 23.8.2018 14:19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.