Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Blaðsíða 130

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Blaðsíða 130
U m s a g n i r u m b æ k u r 130 TMM 2018 · 3 þeirrar hugmyndafræði, sem fólst í Uppreisn frjálshyggjunnar og Leiftur- sókn gegn verðbólgu megi rekja marg- vísleg mistök landstjórnarinnar á valda- tíma flokksins 1991–2009 sem sum hver hafi átt þátt í hruninu 2008.“ Þessi spurning er að vísu brýn, því eins og Styrmir segir nokkru síðar (bls. 33): „Í stórum dráttum má segja að upp- reisnarmenn frjálshyggjunnar hafi á árunum 1991–2009 komið í framkvæmd þeim hugmyndum sem settar voru fram í Endurreisn í anda frjálshyggju og Leiftursókn gegn verðbólgu á árinu 1979.“ En hver var þá þessi blessuð Ella, „leiftursóknin“? Þetta skýrir Styrmir best fáeinum blaðsíðum seinna (bls. 43): „Samkvæmt henni var gert ráð fyrir stórfelldum niðurskurði útgjalda ríkis- ins til eyðslu og fjárfestinga, sem sam- tals átti að nema um 10% af heildarút- gjöldum fjárlaga. (…) Þá átti að mark- aðsvæða bankaviðskipti. Í stað þess að opinberir aðilar tækju ákvörðun um vaxtastig átti hver banki, sparisjóður eða annars konar fjármálastofnun að hafa frelsi til að taka slíkar ákvarðanir. (…) Jafnframt skyldi verðlag gefið frjálst en fram að þeim tíma höfðu kaupmenn orðið að sæta ákvörðun verðlagsyfir- valda um álagningu. Einkavæðing ríkis- fyrirtækja var boðuð, svo og stofnun verðbréfamarkaðar.“ Samkvæmt orðanna hljóðan virðist þetta þó ekki vera ýkja stórt frávik frá hefðbundinni stefnu Sjálfstæðisflokks- ins, og vísar einna helst til þess sem Styrmir hafði áður sagt um „stigsmun en ekki eðlismun“. Samt var þetta upp- haf þeirrar leiðar sem endaði í hruninu. Um villigönguna sem þar hófst hefur Morgunblaðsritstjórinn fyrrverandi, sem hafði allar aðstæður til að fylgjast vel með atburðum, sínar ákveðnu hug- myndir sem eru reyndar mjög í anda þeirrar viðleitni hans að halda sér á lágu nótunum: ástæðan var sú að uppreisnar- mennirnir – og reyndar ýmsir fleiri – áttuðu sig ekki vel á aðstæðunum á Íslandi og gerðu sér ekki grein fyrir afleiðingum stigsmunarins, enda ekki víst að þeir hefðu getað það: Þótt Sjálfstæðisflokkurinn hafi frá stofnun sinni árið 1929 barizt fyrir frelsi einstaklingsins til orða og athafna, frjálsri samkeppni o.s.frv. er það áleitin spurning hvort frjáls markaður hafi verið til á Íslandi að nokkru marki þegar uppreisnarmenn frjálshyggjunnar komu fram á vígvöllinn. Og þá jafnframt hvort sjálfstæðismenn hafi í raun vitað fyrir hverju þeir voru að berjast af þeirri ein- földu ástæðu að lítil reynsla var af því hvernig „frjáls markaður“ virkaði við aðstæður eins og hér, þ.e. í fámenni og fjarlægð frá öðrum löndum (bls. 50). Og þetta áréttar hann: „Sá Sjálfstæðis- flokkur, sem hóf markvissa baráttu fyrir markaðslausnum í viðskipta- og atvinnulífi á árinu 1979, með stefnuskrá á borð við Endurreisn í anda frjáls- hyggju og Leiftursókn gegn verðbólgu, hafði einfaldlega enga reynslu af frjáls- um markaði og þeim öflum sem þar takast á en gerði sér tæpast grein fyrir því“ (bls. 51). Afleiðingarnar verða miklar, og þá eru frjálshyggjumenn ráðþrota í sínu fyrirhyggjuleysi (bls. 34): „Jafnframt er hægt að halda því fram, að í þessum breytingum hafi falizt pólitísk bylting á íslenzka vísu vegna þess að henni fylgdi mjög breytt hugarfar. Hins vegar má líka halda því fram að uppreisnarmenn- irnir ungu hafi ekki gert sér grein fyrir hvernig markaðsöflin gátu virkað og þeir hafi skyndilega staðið frammi fyrir því að þau sömu öfl, sem þeir trúðu á, snerust gegn þeim og þeir höfðu ekki pólitískt afl til að koma böndum á þau.“ TMM_3_2018.indd 130 23.8.2018 14:19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.