Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Blaðsíða 101

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Blaðsíða 101
S a m e f l í n g í s l e n s k r a r l i s t a r í 9 0 á r TMM 2018 · 3 101 stöðugri endurnýjun. Þegar brúarsmiðir Bandalagsins hittu frambjóðendur stjórnmálaflokkanna fyrir þingkosningar sl. haust hvatti listafólk til þess að stjórnmálamenn opnuðu huga sinn fyrir mikilvægi listanna í samfélaginu og viðurkenndu þær sem burðarstoðir í kraftmiklu og fjölbreyttu atvinnulífi um land allt. Bandalagið væri reiðubúið til samstarfs við stjórnvöld um átak til að bæta starfskjör listafólks og blása til sóknar í þágu lista og menningar á öllum sviðum. En um leið var lögð þung áhersla á það sem greinir listirnar frá annarri atvinnustarfsemi, nokkuð sem talsmenn fagfélaga listafólks og hönnuða þurfa einatt að undirstrika en er jafnan erfitt að ræða til hlítar, nefnilega list listarinnar vegna eða m.ö.o. eigingildi listarinnar, svo gripið sé til orðaforða hagfræðinnar. Listirnar eiga sem sé ýmislegt sameiginlegt með öðrum atvinnugreinum en það eru líka þættir sem greina þetta tvennt að. … alt sem horfir til menníngarauka fyrir þjóðina er ódýrt, hvort sem það kostar mikið eða lítið. Þess var getið hér að framan að margt hefði áunnist á síðustu árum í baráttunni fyrir bættu starfsumhverfi listamanna og hönnuða. Í mörgum tilfellum hefur BÍL ásamt einstökum fagfélögum listamanna haft úrslitaáhrif á framþróun í geiranum. Í því sambandi má nefna áhrifin á stefnumótun í málaflokki lista og menningar, t.d. áhrif Arkitektafélags Íslands á stefnu íslenskra stjórnvalda í byggingarlist – Menningarstefnu í mannvirkjagerð, sem samþykkt var og útgefin 2007. Næsta stóra skref í átt til opinberrar stefnu- mótunar í geiranum var tekið vorið 2013 þegar Alþingi samþykkti opinbera menningarstefnu, sem BÍL hafði kallað eftir árum saman. Reyndar skyggir nokkuð á að ekki skuli enn hafa verið unnin heildstæð aðgerðaáætlun á grundvelli hennar og að fjármálaáætlanir stjórnvalda skuli ekki endurspegla þá stefnumörkun nægilega. Þó verður að þakka þá þætti stefnunnar sem hefur verið vel sinnt og komið í framkvæmd. Þar ber hæst áherslu á barna- menningu, ekki síst nýlega ákvörðun Alþingis um að stofna, eða endurreisa öllu heldur, Barnamenningarsjóð Íslands, sem fái árlega fjármuni næstu fimm ár til að styrkja börn og ungmenni til virkrar þátttöku í menningarlífi, listsköpun, hönnun og nýsköpun og auka kynni þeirra af listum og menn- ingu. Af öðrum framfaraskrefum síðustu ára verður að nefna starfslaunasjóði listafólks en þeir voru efldir á árabilinu 2009–2012, þegar Alþingi samþykkti fjölgun launamánaða úr 1200 í 1600. Hitt er svo sorglegra að ekki skuli hafa verið hægt að þoka mánuðunum upp á við frá 2012, sérstaklega í ljósi þess hversu gróskumikið starf ungra listamanna hefur verið frá því að Lista- háskóla Íslands óx fiskur um hrygg, en hann útskrifar nú á bilinu 110–140 listamenn og hönnuði árlega. Allar þær staðhæfíngar sem gera listamanninn ánægðan og segja að nú sé hann búinn að ná markinu, eru vondar. Hann er aldrei búinn að ná markinu, einginn listamaður er búinn að ná markinu. TMM_3_2018.indd 101 23.8.2018 14:19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.