Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Blaðsíða 134

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Blaðsíða 134
U m s a g n i r u m b æ k u r 134 TMM 2018 · 3 felst í því að skipta bitlingum bróðurlega milli sjálfstæðismanna og framsóknar- manna þegar þeir dúsa saman í ríkis- stjórn – til þess er hún sett á fót – og telja konfektmolana svo tryggt sé að báðir fái jafnt. Skýrasta dæmið um þessa reglu á árunum fyrir hrunið, svo skýrt að vart verður á betra kosið, var vitan- lega einkavæðing Landsbanka og Bún- aðarbanka, sem Björn rekur ágæta vel, segja má að hann taki þar við sem botn- inn dettur úr frásögn Styrmis. Hún tókst á þann hátt að maður gæti vonast til að það grátlega klúður yrði svana- söngur helmingaskiptanna. En kannske er það fullmikil bjartsýni. Það er þetta óheilaga samkrull og oft á tíðum leyni- makk viðskipta- og fjármálamanna annars vegar og stjórnmálamanna hins vegar sem nefnt hefur verið „crony capi- talism“, semsé „klíkukapítalismi“ eða „einkavinavæðing“ á íslensku (það er gersamlega út í hött og einungis til að rugla menn í ríminu að nota orðið „klíkukapítalismi“ í niðrandi merkingu um einhverjar blakkir athafnamanna, í kapítalísku þjóðfélagi eru slík fyrirbæri eðlileg, koma næstum af sjálfu sér, og óþarfi að hafa um þau önnur niðrandi orð en þau sem eiga við um kapítalisma yfirleitt). Meðal hins breiða almennings birtist hagsmunagæslan ekki síst í persónu- njósnum, þar sem gerðar voru spjald- skrár og merkt við nöfn með listabók- stöfum stjórnmálaflokka, svo hægt væri að gera vel við rétta menn. Um hags- munagæslu á þessum vettvangi hefur Sveinn sína sögu að segja (bls. 117): hann sótti um lóð í Fossvogi 1966 og fékk ekki, en það var af því að hann umgekkst ekki rétta manninn og var heldur ekki þekktur í Sjálfstæðisflokkn- um, „svoleiðis ómerkingar fengu ekki dýrmætar lóðir hjá Reykjavíkurborg.“ En þá kemur spurningin um frjáls- hyggjuna og stöðu hennar gagnvart hefðbundinni stefnu Sjálfstæðisflokks- ins. Var þar á milli stigs- eða eðlismun- ur? Til að svara henni er ekki önnur leið en rýna í rit Hayeks sem eru einföld og læsileg, kannske líka leggja á sig þá sjálfspyndingu að lesa verk Ayn Rand, og skoða svo um leið gjörningar læri- sveinanna. Þá blasir við að þarna á milli er hyldýpisgjá, frjálshyggjan á alls ekk- ert sameiginlegt með „hægri kratisma“, hún vísar allri „velferðarstefnu“ út í ystu myrkur – slík kórvilla er einungis vís „leið til ánauðar“ – og útilokar allt annað en markaðslausnir, hún vill allan markaðinn og ekkert nema markaðinn, markaðurinn er vegurinn, sannleikur- inn og lífið, án hans er ekkert nema Ginnungagap. Slíkt hefði gamli Sjálf- stæðisflokkurinn aldrei sett í sína stefnuskrá, nema í einhverju villuráf- andi gáleysi. Á hinni hliðinni, hagsmunagæslunni, má reyndar finna einn snertiflöt. Það hljómar vafalaust sætlega í eyrum sumra þegar talað er um að einkavæða ríkiseignir, semsé útbýta þeim fyrir lítið milli valinna manna, sem geta jafnvel með smávegis sjónhverfingabrellum keypt ríkisfyrirtæki með peningum þess sjálfs. En þar fyrir utan er harður árekstur: ef stjórnmálamenn sleppa hendinni af atvinnulífinu, samkvæmt kokkabókum Hayeks, geta þeir engu um það ráðið hverjir verði sigurvegarar á markaðnum, hagsmunagæsla er semsé úr sögunni. Þótt þeir óskuðu þess af öllu hjarta að gæðingarnir fengju kökuna, verða þeir að horfa ráðþrota upp á það þegar hún lendir að lokum í kjaftinum á Einari í Einiberjarunni. Þetta var vitan- lega það sem gerðist, fyrst voru það háhyrningarnir í Orca sem tókst á lævíslegan hátt að ná í nokkuð sem þeir áttu ekki að fá, og í kjölfar þeirra tók svo við „Baugsveldið“ sem gein yfir stóru. TMM_3_2018.indd 134 23.8.2018 14:19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.