Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Blaðsíða 93
Wa l k i n g A r o u n d
TMM 2018 · 3 93
Þess vegna fuðrar mánudagurinn upp eins og bensín
þegar hann sér mig koma með fangelsissvipinn,
og líður hjá ýlfrandi eins og sært hjól
og skilur eftir slóð úr heitu blóði inn í nóttina.
Og ýtir mér að vissum hornum, vissum saggafullum húsum,
að sjúkrahúsum þar sem beinin koma út um gluggann,
að vissum skóbúðum með ediklykt,
að götum sem eru hræðilegar eins og gljúfur.
Það eru brennisteinslitir fuglar og hryllileg innyfli
hangandi frá dyrum húsanna sem ég hata,
það eru gervitennur gleymdar í kaffikönnu,
það eru speglar
sem hljóta að hafa grátið af skömm og ótta,
það eru regnhlífar alls staðar, og eitur, og naflar.
Ég geng með ró, með augu, með skó,
með heift, með algleymi,
fer hjá, geng gegnum skrifstofur og gervilimaverslanir,
og húsagarða þar sem föt hanga á vír:
nærbuxur, vasaklútar og skyrtur sem gráta
þungum, óhreinum tárum.
Ljóðið Walking Around (af einhverjum ástæðum er titill ljóðsins á ensku) birtist
árið 1935 í annarri og aukinni útgáfu ljóðabókarinnar Residencia en la Tierra. Höf-
undurinn var þá orðinn allvíðförull þrátt fyrir ungan aldur, hafði búið við fremur
kröpp kjör á nokkrum stöðum í Suður- og Suðaustur-Asíu og Buenos Aires og bjó
á Spáni þegar þessi bók kom út. Hann hafði líka komið víða við í skáldskap sínum,
meðal annars í súrrealisma, og hneigst mjög til vinstri í stjórnmálaskoðunum, og má
segja að hvors tveggja gæti nokkuð í þessu ljóði. Pablo Neruda fæddist í Chile árið
1904 og lést þar eftir viðburðaríka ævi árið 1973.
TMM_3_2018.indd 93 23.8.2018 14:19