Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Blaðsíða 75
D a u ð a þ o r p i ð
TMM 2018 · 3 75
Gunnar Randversson
Dauðaþorpið
Jónas vinur minn flutti í lítið þorp úti á landi. Ég sló á þráðinn til hans
þegar hann var búinn að vera þar í nokkrar vikur og spurði hvernig
honum líkaði vistin.
– Hér er ró og hér er friður, sagði hann og hló, blessaður kíktu í heim-
sókn, þú ert svo sannarlega velkominn.
Ég var tregur til í fyrstu en svo lenti ég í mikilli vinnutörn heima í
Reykjavík og langaði allt í einu að taka mér frí og skipta um umhverfi.
Ég hafði ekki alveg efni á utanlandsferð en þá hvarflaði hugurinn til Jón-
asar vinar míns. Hvers vegna ekki að slá til og skella sér norður?
Ég hringdi í Jónas og hann vildi ólmur fá mig í heimsókn. Daginn eftir
settist ég upp í bílinn minn og ók norður í land. Ég mætti í kvöldmatinn
hjá Jónasi og svo fórum við í kvöldgöngu þegar við vorum búnir að borða.
– Ertu ekki alltaf að fást við skriftir? spurði Jónas.
– Jú, ég nota allar frístundir til að skrifa, núna er ég að kljást við smá-
söguformið, það gengur alveg þokkalega, vonandi kemur bók í haust ef
allt gengur upp, ég er nokkuð öruggur með forlag.
– Bók í haust, endurtók Jónas, það hljómar vel, og hvað ertu svo að
skrifa um?
– Bara þetta klassíska, samskipti kynjanna eða öllu heldur samskipta-
leysi kynjanna. Ég er búinn að vera giftur þrisvar eins og þú veist. Þetta
endar alltaf með skilnaði.
– Þér hefur ekki dottið í hug að skrifa glæpasögu? Og verða frægur
og ríkur.
– Nei, sagði ég og hló, spennusögur eru ekki minn tebolli. Ég kann
ekkert að búa til plott.
– Þú ættir nú samt að reyna að búa til spennusögu, hver veit nema
þú fáir andann yfir þig hérna fyrir norðan. Þú lætur bara einhvern
drepast með dularfullum hætti og svo þarf að leysa gátuna og búa til
óvæntan endi sem kemur lesandanum algjörlega á óvart. Svo kryddar
þú þetta með einu sjálfsmorði sem er þegar betur er að gáð ekki sjálfs-
TMM_3_2018.indd 75 23.8.2018 14:19