Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Blaðsíða 43

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Blaðsíða 43
A ð l e i k a S h a k e s p e a r e TMM 2018 · 3 43 Mig langar til að sýna hér fram á hvers við förum á mis, jafnt leikarar sem áhorfendur, þegar við setjum okkur ekki almennilega inn í textann og könnum hvernig hann er í laginu. Þeim sem hafa stúderað Shakespeare og unnið við verk hans í leikhúsi svo áratugum skiptir ber saman um að fyrir- höfnin við að kafa ofan í texta hans skili sér ævinlega. Margfalt. Menn eins og John Barton og Peter Hall sem hafa lifað og hrærst í verkum Shakespeares alla sína starfsævi leggja sérstaka áherslu á hvað Shakespeare veitir leikar- anum mikla hjálp með forminu sjálfu, með stakhendunni, og öllum þeim til- brigðum og frávikum sem hann notar á markvissan hátt. Shakespeare gefur ótal vísbendingar um það hvernig leikarinn geti farið með textann án þess að segja honum af hverju. Gleymum því aldrei að Shakespeare var leikari, leikstjóri og leikskáld í stöðugu sambandi og samvinnu við aðra leikara. Hann samdi ekki verk sín fyrir blaðið. Hann heyrði fyrir sér hvernig textinn hljómaði úr munni leikaranna. Bundið mál og óbundið mál Munur er á því að flytja/leika texta í bundnu máli og óbundnu. Aðrar og meiri kröfur eru gerðar til leikara sem leika texta í bundnu máli. Gefur auga leið að til þess að fara vel með texta í bundnu máli þarf leikarinn að þekkja í öllum tilvikum þær reglur sem viðkomandi bragarháttur lýtur. Og ekki aðeins þekkja þær, heldur kunna þær til fulls. Í góðri grein eftir Helga Hálfdanarson sem ber nafnið Lítið eitt um flutning bundins máls á leikritum Shakespeares er eftirfarandi dæmi: „Ég stend heimanbúinn við hliðið mitt; gullin rönd dagsins ljómar á himni. Mér væri send sú gjöf gleðilegust að í hönd færi góður vinnudagur.“ Þennan texta kallar Helgi lausamál og bætir við að ef við röðuðum þessum orðum á örlítið annan veg gæti hann litið svona út: Við hliðið mitt ég heimanbúinn stend, á himni ljómar dagsins gullna rönd, sú gjöf mér væri gleðilegust send að góður vinnudagur færi í hönd. Hverju munar? spyr Helgi og svarar sér sjálfur: „Við finnum undir eins að munurinn felst umfram allt í hrynjandinni. Í fyrri gerðinni var hún óregluleg en regluleg í þeirri síðari. En hver er þá reglan? Hún er sú að létt og þung atkvæði koma reglulega til skiptis. Slík atkvæði koma til skiptis í öllu máli, óreglulega í lausamáli, en í bundnu máli eftir einhverri reglu sem hægt er að greina; og það er einmitt megineinkenni bundins máls.“1 Það skiptir því sköpum þegar maður vill fara almennilega með texta í bundnu máli að standa klár á öllum bragreglum hvað varðar skiptingu í TMM_3_2018.indd 43 23.8.2018 14:19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.