Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Page 82

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Page 82
B e r g l j ó t S o f f í a K r i s t j á n s d ó t t i r 82 TMM 2018 · 3 vera gagnrýninn þegar talað er um siðrænar forsendur skáldskaparlesturs svo ekki sé talað um ef ,fyrirmyndar‘lesandi bætist við – jafnvel þó ,fyrirmyndar‘ sé í gæsalöppum. Í öðru lagi eru það ekki bara lesendur sem hafa verið kall- aðir túristar heldur líka þeir sem yrkja. Ljóðskáldið og rithöfundurinn Rita Dove talar t.d. um sögutúristann (e. historical tourist) – sem hún vill síst af öllu vera – en það orð hefur hún um ljóðskáld sem leitar uppi forvitnilega atburði í sögunni, beinlínis til að yrkja um þá.22 III Sögulegur skáldskapur er oft nátengdur glæpasögunni – svo ekki sé talað um eldri bókmenntagreinar eins og morðballöðuna og Íslendingasögur23 – enda segja mannkynssagan og þjóðarsögur frá ófáum glæpum. Glæpasagan hefur blómstrað hérlendis síðustu áratugi, reyndar svo mjög að ýmsir hafa bein- línis kvartað undan vinsældum hennar. Rithöfundar og útgefendur hafa þó spilað á þær eða leikið sér með þær. Önnur bókin í Codex-þríleik Sjóns, Með titrandi tár, er t.d. með undirtitilinn: glæpasaga. Og þegar hún var auglýst var ýmist sett á oddinn að hún væri „þjóðleg glæpasaga“ eða „þjóðleg og fyndin glæpasaga“.24 Væru auglýsingarnar lesnar í heilu lagi bættist svofelld lýsing við: „Frumleg og þjóðleg spennusaga en um leið söguleg skáldsaga með goð- sögulegum blæ.“ Ráðlegt er að lesa þetta með írónískum tóni höfundar Codex 1962 og staldra um leið ögn við hvað bókmenntum er gjarna talið til tekna hérlendis; að minnsta kosti segir Sjón í samtali við Guðna Elísson fáeinum árum áður en Með titrandi tár kemur út: „mér leiðast alveg rosalega sögu- legar skáldsögur“.25 En – það er engin hending að sögulega skáldsagan kemur í auglýsingunum á hælana á glæpa- og spennusögunni. Undanfarna áratugi hefur sú sögulega orðið svo vinsæl að merkilegt má heita að ekki sé kvartað jafnmikið undan henni og frænku hennar sem kennd er við glæpi. Bergsteinn Sigurðsson birti í Fréttablaðinu árið 2011 yfirlit yfir íslenskar sögulegar skáldsögur frá og með árinu 2001.26 Ég fetaði í fótspor hans og kannaði lauslega hvað hefði verið gefið út af slíkum sögum á þessari öld en ákvað að skoða árin 2000–2009 sérstaklega og athuga hvorttveggja, hvað hefði komið út af sögulegum skáldskap og hvað af glæpasögum – og taldi barna- og unglingabækur í báðum flokkum – en tekið skal fram að sama sagan getur fallið í báða flokka. Ég taldi með sögur sem kallaðar hafa verið glæpasögur og/eða sögulegar skáldsögur – þó að nafngiftin kunni að vera umdeilanleg. Þá reyndust glæpasögurnar vera á áttunda tug en sögulegu skáldsögurnar nær fimmtíu.27 Konur hafa haft sig allmikið í frammi sem höfundar sögulegra skáldsagna á þessari öld. Þær eru að minnsta kosti tíu á fyrsta áratugnum – karlar vel á þriðja tug – en sumar eiga þá fleiri sögur en eina, t.d. Kristín Marja Baldurs- dóttir og Vilborg Davíðsdóttir. Vert er þá að minnast þess að kona, Torf- hildur Hólm, er talin höfundur fyrstu íslensku sögulegu skáldsögunnar.28 TMM_3_2018.indd 82 23.8.2018 14:19
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.