Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Blaðsíða 117

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Blaðsíða 117
H u g v e k j u r TMM 2018 · 3 117 þátt í að hvetja yfirvöld til að berja niður frelsisbaráttu fólks með harðýðgi og ofbeldi. Þar að auki var hann ofstækis fullur gyðingahatari sem taldi að gyðingar ættu ekki að eiga neitt lífs- rými í Evrópu. Rétt væri að þeir færu þaðan. Nasistarnir notfærðu sér að sjálf- sögðu siðferðilega veikleika mótmæl- enda sem og kaþólskrar kirkju. Þegar ráðist var inn í sýnagógur gyðinga á Kristalsnóttinni 1933 var lesið í útvarp- inu úr verki Lúthers: „Gyðingarnir og lygar þeirra.“ En þetta var einungis ein hliðin á áhrifum trúarbragða á stjórnmál. Hjá Mitau lásum við einnig verk Reinholds Niebuhr: Moral man and immoral society. Niebuhr var af þýskum ættum, prestur mótmælenda í Detroit sem barð- ist fyrir réttindum verkalýðs til að lifa mannsæmandi lífi og njóta réttarins til frelsis og jafnréttis sem lofað er í Sjálf- stæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna frá 1776. Réttar sem atvinnurekendur og málaliðar þeirra neituðu þeim um með kúgun og vopnavaldi. Grundvallarvið- horf Niebuhrs kristallast í Æðruleysis- bæn hans: Guð, gefðu mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. Alkóhólistar hafa tileinkað sér þessa bæn en uppruni hennar er samt annar. Niebuhr var að leggja áherslu á ábyrgð sérhvers einstaklings. Að sætta sig ekki við það óréttlæti og þá kúgun sem er mannanna verk. Okkur ber undantekningalaust skylda til að sýna í verki hollustu við boðorð Jesú Krists: „Það sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður skuluð þér og þeim gjöra.“ Sért þú kúgaður og ofsóttur óskar þú þess að samferðafólk komi þér til varn- ar. Kúgun eins er uppskrift að vondu samfélagi fyrir okkur öll. Á okkur öllum hvílir undantekningalaust skyldan til að vinna gegn manngerðu óréttlæti og kúgun heimsins. Þá erum við komin að takmörkunum greininga á hugmyndafræði og stjórn- málastefnum. Sömu hugmyndir leiddu ekki af sér sömu hegðun. Kristið fólk gat legið marflatt fyrir nasismanum. Það gat einnig risið upp og jafnvel fórnað eigin frelsi og lífi í baráttu gegn öflum myrkursins eins og annar mótmælenda- prestur, Dietrich Bonhoeffer, gerði. Nas- istar pyntuðu hann og tóku af lífi eftir að hann tók þátt í banatilræði við Hitler. Evrópubúar þekktu almennt vel kenningar um frelsi, jafnrétti og lýð- ræði. Engu að síður varð 20. öldin öld öfganna – tími sigurs nasisma og kommúnisma, tími Auschwitz og Gúlagsins. Árið 1943 voru einungis eftir 5–6 lýðræðisríki í Vestur Evrópu og er þá vítt talið. Þarna var m.a. Sviss þar sem konur höfðu ekki kosningarétt og Ísland þar sem Alþingi ákvað árið 1941 að efna ekki til kosninga það ár eins og stjórnarskráin mælti fyrir um heldur í síðasta lagi árið 1945 eða átta árum eftir þingkosningar árið 1937. (Meginrök- semdin var að ekki væri hægt að halda lýðræðislegar kosningar vegna heims- styrjaldarinnar og setu erlends herliðs í landinu. Árið 1942 ákvað meirihluti Alþingis gegn hörðum mótmælum þingmanna Framsóknarflokksins að þing yrði rofið og tvennar þingkosning- ar haldnar það ár til að breyta ákvæðum stjórnarskrárinnar um kjördæmaskipan og kosningar. Heimstyrjöldin stóð samt enn og fjölmennur erlendur her áfram í landinu.) Þekking á siðfræðikenningum um eðli TMM_3_2018.indd 117 23.8.2018 14:19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.