Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Blaðsíða 52

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Blaðsíða 52
S i g u r ð u r S k ú l a s o n 52 TMM 2018 · 3 Shakespeare á íslensku leiksviði Verk Shakespeares hafa verið leikin á Íslandi í u.þ.b. heila öld á sviði atvinnu- leikhúsa, áhugaleikfélaga og skólafélaga, og í hljóðvarpi. Því má vel halda fram að Shakespeare hafi aldrei fengið að njóta sín hér vegna þess hve við höfum átt í miklum erfiðleikum með formið. Í einni af sínum fjölmörgu greinum um Shakespeare og sýningar á verkum hans hér á landi kemst Helgi Hálfdanarson svo að orði: „En að heyra leik- ljóð flutt eins og prósa er blátt áfram hlægilegt. Það er eins og að sjá boxara spila á fiðlu. […] Ætti að flytja leikrit Shakespeares eins og lausamál, yrði að endursemja þau í því skyni; og þá nægði ekki að leysa upp braginn, heldur yrði líka að uppræta allt það í orðavali og myndmáli hins ljóðræna stíls, sem án bragforms hlyti að verða hjákátlegt; það yrði m.ö.o. að reka Shakespeare sjálfan út úr verkum sínum.“21 Að reka Shakespeare sjálfan út úr verkum sínum! Er það ekki einmitt það sem hefur verið að gerast hér hjá okkur á undanförnum árum og áratugum? Hér ríkir nefnilega sterk tilhneiging til þess að útrýma forminu á verkum hans, stakhendunni. Sumir leikstjórar fórna höndum sé á hana minnst. Sumir leikstjórar strika hana út úr handritinu fyrir fyrsta samlestur. Og þar með eru leikarar (og áhorfendur að sjálfsögðu) rændir þeim brunni sem upp- lýsir, hjálpar og styður í leiknum. Yfirleitt hafa Shakespeare-sýningar undan- farinna ára þjónað þeim tilgangi að sýna fram á hve viðkomandi leikstjóri sé snjall og hugmyndaríkur, fremur en að kafað sé í verkið með aðstoð formsins, með lágmarksvirðingu fyrir höfundi og einkennum hans, með virðingu fyrir sæmdarrétti höfundar – og þýðanda. Almennt séð þjóna nýjar þýðingar því hlutverki að laga textann að því mál- fari sem ríkjandi er hverju sinni. Stöðugt er unnið að því að gera texta Shake- speares aðgengilegri fyrir nútíma áhorfendur. Og hin almenna tilhneiging virðist sú að ganga stöðugt lengra í þá átt, einkum þegar formið (stakhendan) er hunsað, ef ekki beint þá óbeint, ef ekki í þýðingunni þá í sviðsetningunni. Ótti okkar við bundið mál og flutning þess á leiksviði hefur tekið yfir. Síminnkandi kröfur leiða til þess að hér tapa allir: höfundur/þýðandi, flytj- endur og áhorfendur. Minni kröfur tákna minni gæði í sköpunarstarfinu og um leið rýrari ávöxt. Shakespeare krefst meiri styrks og stærðar Hjá persónum Shakespeares er um að ræða stórar kenndir og oft miklar tilfinningalegar sveiflur. Til þess að leika þær í bundnu máli þarf leikarinn meiri styrk og meiri stærð en að öðru jöfnu. Í viðtali fyrir fjórum áratugum sagði Rúrik Haraldsson leikari: „Annars eru leikrit svo mismunandi, þau fara svo mismunandi með mann. Það er t.d. ekkert sambærilegt að leika Lé konung og að leika í Skipinu. Það eru svo TMM_3_2018.indd 52 23.8.2018 14:19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.