Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Blaðsíða 50

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Blaðsíða 50
S i g u r ð u r S k ú l a s o n 50 TMM 2018 · 3 svona; allt í hófi; því að í sjálfu straumkasti, roki, og mætti segja fellibyl tilfinn- inganna verður að skapa sér þá stillingu sem fágar. […] Vertu ekki heldur of gæfur; en hafðu dómgreind sjálfs þín að leiðbeinanda. Hæfðu athöfn eftir orðum, og orði eftir athöfnum; og gefðu því einkum gætur að ofbjóða ekki hófsemd náttúrunnar; því allt sem svo er ýkt, er andstætt tilgangi leiksins, því markmið hans, bæði í upp- hafi og nú, var og er, að halda upp svosem eins og spegli fyrir mannlífinu, […].“18 Þessi vísa verður aldrei of oft kveðin. Tilgangur eða markmið leiksins er að halda upp svosem eins og spegli fyrir mannlífinu. Og hér vaknar hin stóra spurning: hvernig leikum við margra alda gamalt verk á bundnu máli fyrir nútíma áhorfendur? Hvernig brúum við þetta bil? Það er einmitt verkefnið, skemmtilegt, ögrandi og afar krefjandi í senn. Verk Shakespeares eru klass- ísk, þau eru tímalaus af því að í þeim skyggnist hann inn í mannlegt eðli af þvílíku innsæi og með þeim snilldartökum, að þau eru hafin yfir stund og stað. Okkar er að tengja hans djúpsæju pælingar á formi stakhendunnar við aðstæður okkar og aðferðir í dag. Helgi Hálfdanarson orðar það svo: „Leik- ljóð Shakespeares hefur hinsvegar bæði kveðandi hins klassíska ljóðforms og prósa-hrynjandi í senn; og þar ekki sízt er galdur þess fólginn.“19 Til þess að ná þessum galdri verðum við að hafa fullt vald á forminu og leika okkur með það. Við beitum okkar aðferðum, okkar nútíma aðferðum, á þennan gamla texta, af fullum skilningi og valdi. Við verðum að fara með orðin eins og við séum að finna þau einmitt á þessu andartaki til að tjá það sem býr innra með viðkomandi persónu, ætlun hennar, hugsun og tilfinningu. Við vitum ekki fyrirfram hvað við ætlum að segja (sem viðkomandi persóna). Þannig vekjum við og höldum athygli áhorfandans. Þannig fáum við hann til að hlusta á það sem við erum að segja. Hlusta! Þýddur Shakespeare er ekki Shakespeare Svo bar við fyrir nokkrum árum við æfingar á verki eftir Shakespeare að aðalleikarinn gerði hlé á leik sínum og lýsti nýgerðri uppgötvun sinni: „Ég er ekkert að leika Shakespeare, þetta eru ekki hans orð, ég er hér að fara með orð annars manns, þýðandans, þetta er hans skilningur, hans þroski og hæfi- leikar til að færa snilld meistarans yfir á annað mál, í annan búning.“ Vissulega má segja sem svo að þetta gildi um allar þýðingar. En hér liggur meira við en alla jafna. Þar er fyrst til að taka að leikrit Shakespeares eru samin á stakhendu, bragarhætti sem er ekki íslenskur, hvorki að uppruna né eðli, og fellur illa að eigindum íslenskunnar. Á íslensku liggur áhersla á fyrra/fyrsta atkvæði orða sem eru fleiri en eitt atkvæði, en í ensku liggur áherslan oft og tíðum inni í miðjum orðum. Í öðru lagi fylgja íslenskum orðum oft langar beygingarendingar. Aftur á móti fellur enskan vel að stakhendunni og er þjálli, ekki síst fyrir fjölda einsatkvæðisorða. Þar að auki er ljóðstafasetning ekki TMM_3_2018.indd 50 23.8.2018 14:19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.