Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Blaðsíða 127
U m s a g n i r u m b æ k u r
TMM 2018 · 3 127
persónan þarf sífellt að sanna fyrir
Steinu og Olgu að hún hafi „réttar“
skoðanir og áhugamál og að lokum er
hún útilokuð, þó líklega ekki sökum
þess að hún svaraði spurningunni
„Smartís eða M&M?“ rangt heldur
fremur vegna þess að hún varð vitni að
viðkvæmum fjölskylduaðstæðum sem
ekki þoldu dagsins ljós.
Samband aðalpersónunnar og Hildar
er hryggjarstykki bókarinnar þótt ekki
sé fjallað um það ítarlega eða á mörgum
síðum. Aðalpersónan yfirgefur Hildi og
hættir að tala við hana þegar hún verður
hluti af teyminu „Steina og Olga“ en
heimsækir hana aftur síðar þegar hún er
orðin ein á báti. Hún tekur rútu upp í
sveit þar sem Hildur eyðir sumrinu hjá
ömmu sinni og þar fer fram uppgjör á
milli þeirra þar sem særindi Hildar og
skömm aðalpersónunnar yfir framkomu
sinni koma fram.
Heimsóknin til Hildar er ris skáld-
sögunnar og hápunktur uppgjörs aðal-
persónunnar við grunnskólalífið sem
hún er að segja skilið við. Inn í kaflann
er auk þess fléttað óvæntum og grimmi-
legum atburði sem ýkir dramatík hans
og áhrif. Þessi atburður, sem ekki verður
rakinn hér í smáatriðum til að eyði-
leggja ekki lesturinn fyrir þeim sem enn
eiga hann eftir, hefur ótvíræð „sjokk-
áhrif“; lesandanum bregður og hann
spyr sig hvað hafi gerst og af hverju –
var þetta nauðsynlegt? Hann þjónar
þeim tilgangi að undirstrika uppgjör
vinkvennanna en hann dregur einnig
upp sterkar andstæður milli stúlknanna
og um leið milli sveitar og borgar. Sveit-
in stendur uppi sem heimur grimmdar,
dauða og ástar, á meðan borgin er sið-
væddari en um leið bældari að því leyti
að þar er grimmdin vissulega til staðar
en tjáð með orðum fremur en gjörðum.
Sveitin er að sama skapi framandgerð;
aðalpersónan dvelur þar aðeins dagpart
og leitar strax til baka í „sinn“ heim,
sem er Háteigshverfið, en framtíð Hildar
og örlög hennar eru óráðin.
Eitt af helstu höfundareinkennum
Gerðar Kristnýjar er meitlaður og fynd-
inn stíll og Smartís er þar engin undan-
tekning. Þetta er grípandi og skemmti-
leg skáldsaga sem rennur ljúflega í gegn
og nostalgíufiðringur níunda áratugar-
ins er heillandi og vandræðalegur í
senn. Umfjöllun um alvarlegri málefni
– geðrænan vanda og áfengisvandamál í
fjölskyldum og áhrif þessa á börn og
unglinga – fær þó einnig sinn sess; hún
tengir ólíka kafla saman, myndar sterk-
an þráð í gegnum skáldsöguna og er tví-
mælalaust einn áhrifamesti þáttur
hennar. Annað gegnumgangandi þema
er yfirskilvitleg málefni og óljós mörk
milli þessa heims og annars; aðalper-
sónan skynjar ýmislegt sem ekki er víst
hvort aðrir verði varir við og lesandan-
um er látið eftir að ráða í hvað tilheyrir
raunheimi og hvað ekki. Við þetta skap-
ast ókennilegt andrúmsloft, sem lesend-
ur skáldsagna Gerðar hafa upplifað áður
– til dæmis í Hestvík (2016) – og eru lík-
lega farnir að gera ráð fyrir að sjá í
næstu bókum hennar.
Mögulega hefði mátt bæta meira kjöti
á beinin, fylla upp í ýmsar eyður og
skapa þannig sterkari heildarmynd og
þroskasögu en einnig leitar á mig sú
spurning hvort Smartís hefði virkað
betur sem smásagnasafn, þar sem svip-
myndirnar sem hún samanstendur af
eru margar hverjar sterkar og lifa sjálf-
stæðu lífi. Hvað sem því líður er hér um
að ræða áhugaverða bók sem veltir upp
ýmsum hliðum á lífi ungs fólks. Aðal-
persónan gengur í gegnum ólík tímabil
vináttu og einsemdar, gleði og óöryggis,
en í sögulok eru bjartari tímar í vænd-
um; framhaldsskólaárin, ný vinátta, nýr
skóli og nýtt æviskeið. Allt eru þetta
TMM_3_2018.indd 127 23.8.2018 14:19