Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Blaðsíða 68

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Blaðsíða 68
K r i s t í n Ó m a r s d ó t t i r 68 TMM 2018 · 3 Síðan færirðu skrifin úr bókunum í tölvu. Já og umskiptin breyta textanum annaðhvort til hins betra eða til hins verra. Í tölvunni býrðu að myndrænum verkfærum til uppsetningar og þessi verkfæri breyta textanum. Venjulega í betra horf – og þó – ég er ekki viss: þau ýta undir að fleiri bækur koma út í heiminum og margar þeirra eru vondar. Viltu segja mér frá bókunum þínum, nokkur orð, í hvernig skapi þú varst þegar þú skrifaðir þær, hvað triggeraði þær í upphafi – eitthvað, bara fáar línur um hvert verk? Ég virðist ekki geta fengið huga minn til að hugsa þannig um fyrri verk, útgefnar bækur tilheyra liðinni tíð og það er einsog einhver annar hafi skrifað þær. Autobiography of Red (1998) virkar t.d. á mig einsog bernskuverk þó ég væri á fimmtugsaldri þegar ég skrifaði bókina sem er úrvinnsla á brotum úr ljóðum eftir forngrískt skáld. Mér fannst gaman að skrifa bókina. Satt að segja held ég að þetta sé eina bókin sem fólk lesi eftir mig. Á upplestrum kemur það venjulegast með eintak af henni til að biðja um áritun. Currie: Er það? Já, einkum ungt fólk og NOX, bókina sem við gerðum saman. Einsog ég nefndi þá er ég mjög hrifin af bókinni Decreation (2005). Ég líka. Currie: Áttu bókina í harðspjaldi eða kilju? Kilju. Currie: Bakið á harðspjaldaútgáfunni er úr gulli. Eitt hefur mér tekist sem ég er ákaflega stolt af í lífi mínu: það var þegar ég fékk útgefandann Knopf til að sleppa öllum káputexta [„blurb“] og það var einmitt aftan á þessari bók. Og aftan á þýðingu minni á Antígónu (2012) eftir Sófokles fékk ég að setja tilvitnun í Hegel, einsog hann hefði skrifað bókina. Það virkar mjög viðhafnarmikið. Currie: Það var afþví New Direction gáfu bókina út. Já, þeir eru skilningsríkir útgefendur, þeir eru óvenjulegir og græða ekki mikið. Knopf er stórt og krípí. Ertu lengi að vinna að bók? Já. Að Red Doc> vann ég í níu, tíu ár meðfram öðrum bókum; ég vinn að mörgum bókum í einu og kenni líka forngrísku hluta ársins. Svo kennum við Currie árlega námskeið sem fjallar um samvinnu í listrænni sköpun. TMM_3_2018.indd 68 23.8.2018 14:19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.