Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Blaðsíða 80

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Blaðsíða 80
B e r g l j ó t S o f f í a K r i s t j á n s d ó t t i r 80 TMM 2018 · 3 Ég geri ráð fyrir að einhverjum þyki slík skilgreining fráleit, t.d. af því að hún gerir ráð fyrir að sögulegur skáldskapur geti tekið til framtíðarinnar. En þá má ekki gleyma því að afstaðan til sjálfrar sögunnar, sem fræðigreinar, hefur breyst.11 Með aðferðum sagnfræðinnar fást menn nú ekki bara við að greina einsögur (e. microhistories) og yfirlitssögur;12 þeir glíma beinlínis við að greina „framtíðina“ í tilteknum tímaskeiðum. Þeir leita þá til að mynda svara við því, hvers fólk á 20. öld hafi vænst, fremur en að einskorða sig við það sem þeir nefna „reynslurými“ (e. space of experience) þess.13 Þörf er því að minnsta kosti á að kanna hvort rithöfundar eins og Helgi Ingólfsson og Sigríður Hagalín Björnsdóttir hafi með bókunum Runukrossum og Eylandi farið líkt að og fræðimenn í rannsóknum á framtíðinni í fortíðinni, þ.e. hafi beinlínis leitast við að greina framtíðina í nútíðinni. Ýmsir sagnfræðingar, til að mynda Alun Munslow, eru líka fyrir alllöngu teknir að spyrja: Er til nokkuð sem er hin ,eiginlega‘ saga (e. ,proper‘ history), þ.e.a.s. þessi sem menn segja að sé sönn. Fyrir vikið mæla þeir fyrir því sem kalla mætti tilrauna- og tjáningarsagnfræði sem er af öllu mögulegu tagi en dregur sífellt viðurkennd sannindi í efa fremur en að láta sér nægja að safna einvörðungu staðreyndum með heimildavinnu.14 Við bætast svo áhrif tækninnar. Stórfyrirtæki geta nú með aðstoð hennar ekki aðeins sagt fyrir um ákveðin einkenni framtíðarinnar heldur beinlínis haft áhrif á hver hún verður. Sem dæmi um það mætti taka síðustu forseta- kosningar í Bandaríkjunum. Ef marka má nýjustu upplýsingar, virðast þær í raun hafa verið tilraun til valdayfirtöku, hugsuð og skipulögð af fámennum hópi afturhaldssamra auðkýfinga undir forystu manns sem sagður er séní í tölvunarfræðum, milljarðamæringsins Roberts Mercer.15 Hann er talinn hafa staðið fyrir því að Cambridge Analytica safnaði upplýsingum um menn, nýtti þær til að greina persónuleika þeirra (sbr. e. psychometrics) og í fram hald inu til að hafa áhrif á hvernig þeir kusu. En einmitt getan til að greina framtíðina í krafti nýrra miðla og aðferða og aukin viðleitni til að móta hana í kjölfarið kann að breyta mörkum bókmenntagreina. Alltént, jafnvíða skilgreiningu og ég setti fram kysi ég að endurbæta þegar búið væri að greina dæmigerða undirflokka sögulegs íslensks skáldskapar. Við lýsingar undirflokkanna mætti taka mið af ýmsu, t.d. afstöðu höfunda til sögunnar og lesenda; þemum eða tengslum við aðrar bókmenntagreinar; markmiði höfunda; frásagnareinkennum (nýjungar? tilraunir?); áhrifum textans, hinu staðbundna og hinu alþjóðlega eða algilda. Nú eru menn farnir að ræða um „ný-sögulegan skáldskap“ (e. neo-histori- cal fiction) sem sérstakan undirflokk sögulegs skáldskapar, þannig að það eru ýmsir sem telja að gefa þurfi undirflokkunum sérstakan gaum. Nafnið „ný-sögulegur skáldskapur“ á sér fyrirmynd í svokölluðum „ný-viktorískum skáldskap“ sem farið var að tala um undir lok síðustu aldar.16 Árið 2010 var sett fram svofelld skilgreining á honum – sem skilgreining á nýsögulegum skáldskap er sniðin eftir: TMM_3_2018.indd 80 23.8.2018 14:19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.