Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Blaðsíða 27

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Blaðsíða 27
S k r í m s l i ð o g k a k ó b o l l i n n TMM 2018 · 3 27 saga Mme de Villeneuve hafi þótt langdregin og gamaldags, að minnsta kosti vék þessi gerð sögunnar fyrir mórölsku ævintýri sem ætlað var börnum. Saga fyrir börn Sú saga af Fríðu og Dýrinu sem bíómyndir, teiknimyndir og barnabækur byggja á er endursögn af verki Mme de Villeneuve sem gerð var af samlöndu hennar, Mme Jeanne-Marie Leprince de Beaumont (1711–1780). Eftir að hjónaband hennar var ógilt starfaði Beaumont fyrst sem kennari hjá aðals- fjölskyldu í Frakklandi og síðan hjá yfirstéttinni í Lundúnum. Hún var guð- hrædd og mjög umhugað um að flétta saman fræðslu og skemmtun. Í þeim tilgangi gaf hún út fjölmörg uppeldis- eða fræðslurit í samræðustíl, sem hún kallaði Magasin. Árið 1756 gaf hún út Le Magasin des enfants ou Dia- logue d’une sage gouvernante à ses enfants (Barnablaðið eða samtal viturrar kennslukonu við nemendur sína), barnabók þar sem hún birti sögur og ævin- týri sem hún taldi að gætu komið að góðum notum við starf sitt. Í þessari bók spjallar kennslukonan Mlle Bonne við nokkrar ungar stúlkur á aldrinum sex til tíu ára um siðferði, kurteisi og kynjahlutverk og segir þeim svo sögur inn á milli máli sínu til stuðnings. Sagan um Fríðu og Dýrið er felld inn í 5. samræðu þar sem Mlle Bonne byrjar á því að ávíta stúlkurnar fyrir að hafa ekki þurft nema hálft korter til að koma í sig matnum því ekkert sé jafn slæmt fyrir heilsuna og að borða of hratt. Bókinni lýkur á þessum orðum: Ég á mér þá ósk eina, á þessari kveðjustund, að minningin um samtöl okkar muni hjálpa ykkur að vera elskulegar og dyggðugar ungar stúlkur þar til að þið verðið, dag einn, stoltar og ástríkar mæður.23 Hún gaf sögurnar út undir eigin nafni, stytti þær og breytti eftir þörfum í þeim tilgangi að gera þær aðgengilegri fyrir börn og draga fram boðskap þeirra. Þetta var í takt við anda upplýsingarstefnunnar á síðari hluta 18. aldar en einn af þeim fyrstu sem notuðu ævintýri á þennan veg var Fénélon sem sá um menntun franska krónprinsins við hirð Loðvíks 14. í lok 17. aldar. Sögur hans voru gefnar út eftir dauða hans árið 1730. Beaumont fylgir söguþræði Villeneuve en einfaldar hann og styttir umtals- vert; hún lætur söguna enda með brúðkaupi Fríðu og Dýrsins og sleppir löngum frásögnum af uppruna þeirra og fortíð. Hún breytti því sem hún taldi geta truflað sína ungu áheyrendur eða leit á sem óþarfa.24 Útliti Dýrsins er ekki lýst í smáatriðum og þótt það sé hræðilegt veit lesendinn ekki nákvæm- lega hvað felst í þeim orðum. Dýrið spyr Fríðu ekki hvort hún vilji að það sofi hjá henni heldur hvort hún vilji giftast sér sem er óneitanlega prúð- mannlegri spurning. Fríða svarar af einlægni að það vildi hún gjarnan geta en að því miður verði það aldrei, hins vegar verði hún ætíð vinkona Dýrsins og það verði að láta sér það nægja. Hér er enginn ástaraukandi kakóbolli á náttborðinu og heldur enginn draumaprins sem elskar Fríðu og hún elskar TMM_3_2018.indd 27 23.8.2018 14:19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.