Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Blaðsíða 96

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Blaðsíða 96
B j a r k i B j a r n a s o n 96 TMM 2018 · 3 Bjarki Bjarnason Tvær örsögur Kattaskjól og skattaskjól Fyrst er þar til máls að taka að Oddný Þorgilsdóttir sem fædd var árið 1803 bjó á efri árum á bænum Hraunsnefi í Norðurárdal. Óþurrkasumar eitt hét hún á kettling sinn sér til fulltingis, skipti það engum togum að tíðin gjörbreyttist og varð heyfengur með besta móti það árið. Ástæður veðrabrigðanna spurðust út um gjörvallan Borgarfjörð og hóf fólk að heita á kött Oddnýjar í stórum stíl, ýmist með skildingum, smjörbelgjum, ullarsekkjum ellegar fé á fæti. Bændur skuldbundu sig til að gefa kettinum kind ef bústofn þeirra tórði til næsta vors og konur lofuðu honum smjörtöflu ef besta mjólkurkýrin yrði ekki fyrir skakka- föllum. Áður en yfir lauk átti kötturinn 200 kindur sem voru fram- leigðar til bænda. Leigan var greidd í smjöri sem var selt fyrir handbært fé og það lánað með drjúgum vöxtum og gildum tryggingum. Haft var í flimtingum að Oddný leyndi eigum sínum í nafni kattarins og víst er að kattarskjólið reyndist hið ágætasta skattaskjól því hvergi var getið um álögur á ferfætlinga. Þessi hringrás verðmæta var sann- kallaður kattarþvottur og hefur slíkt athæfi í seinni tíð verið kallað pen- ingaþvætti. Geistlegum yfirvöldum leist illa á þessa þróun, prestar og héraðspró- fastur sökuðu Borgfirðinga um hjátrú og skurðgoðadýrkun og lögðu bann við slíku guðleysi en allt kom fyrir ekki, fólk hélt áfram að heita á heimilisköttinn á Hraunsnefi, jafnvel til ásta. Ungir piltar á biðilsbux- unum ákölluðu kisu og einnig stúlkur til að ná ástum yngissveina. Áður en yfir lauk varð kötturinn svo loðinn um þófana að honum var settur sérstakur fjárhaldsmaður sem varðveitti auðæfi hans í rósa- máluðum kistli. Þaðan leitaði fjármagnið út og var hafist handa við fjár- festingar í nafni kattarins, meðal annars var jörðin Stóra-Gröf í Staf- holts tungum keypt en hún var metin til 24 hundraða. En smám saman tók að halla undan fæti í þessum undarlegu fjár- málaumsvifum. Illa gekk að innheimta leigu fyrir sauðféð og fjár- hirðirinn var sakaður um að hagnast sjálfur á vörslu peninganna. Vildi TMM_3_2018.indd 96 23.8.2018 14:19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.