Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Side 30

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Side 30
Á s d í s R . M a g n ú s d ó t t i r 30 TMM 2018 · 3 þátt í þeirri tískubylgju ævintýrsins sem setti svip sinn á samkvæmis- og bók- menntaheim Parísar á fyrri hluta 18. aldar. Fríða og Dýrið eftir Mme de Villeneuve er margþætt verk og erfitt að segja til um hvað það er sem hrífur lesandann þegar allt kemur til alls.35 Er það gamla sagan um töframátt ástarinnar sem umbreytir skrímsli í mann, hryllingurinn sem læðist að og grípur lesandann eða áhorfandann við tilhugsunina um það sem bíður ungu fallegu stúlkunnar, eða eitthvað allt annað? Ef marka skal orð franska fræðimannsins François Flahault er það fyrst og fremst óttinn við hið illa sem vekur ánægju og áhuga ævin- týralesandans; án hins illa hefðum við einfaldlega engan áhuga á þessum sögum.36 Þó að eitt af einkennum ævintýra sé góður endir, þrátt fyrir hættur og hremmingar, er óvissuþátturinn í Fríðu og Dýrinu óvenju vel útfærður í lengri gerð sögunnar. Það kemur ekki á óvart að Þyrnirós og Mjallhvít skuli samstundis hrífast af prinsinum sem vekur þær upp af álagasvefni en hér er það stúlkan sem þarf að létta álögunum af skrímslinu og elska það í afskræmdri mynd. Í söguþráð Fríðu og Dýrsins fléttar Mme de Villeneuve stefi sem var vel þekkt á ritunartíma verksins: það var spurningin um það sem er og það sem sýnist. Hver, eða hvað, er Dýrið, hljótum við að spyrja um leið og skrímslið stígur inn á sögusviðið. Mme de Villeneuve vinnur vel úr þeim efniviði út alla söguna. En hvað með Fríðu? Hún reynist heldur ekki vera sú sem við héldum að hún væri og auk þess lifir hún tvöföldu lífi við hlið Dýrsins þar sem draumurinn sýnir henni hvað leynist undir hrjúfu yfirborði „veruleikans“. Og þrátt fyrir alla sína kosti velkist Fríða í vafa, hikar, undrast og óttast. Heita súkkulaðið kemur henni til hjálpar því án draumanna góðu hefði líf hennar í höllinni verið enn dapurlegra og óvissan innra með henni óbærileg. Það birtist hér sem lykill að einum áhugaverðasta þætti verksins en það eru þau góðu skil sem Mme de Villeneuve gerir hlutverki og vægi draumaheimsins og fantasíunnar í samfélagi kvenna á ritunartíma verksins, í samfélagi þar sem skynsemishyggja er smátt og smátt að ryðja sér til rúms, og innan heims skáldsögunnar. Þar liggur líklega einn helsti ávinningur Fríðu og Dýrsins í gerð Mme de Villeneuve í samanburði við einfaldaða og fátæklegri gerð sögunnar í útgáfu uppeldisfrömuðarins Mme Leprince de Beaumont. Tilvísanir 1 Madame de Villeneuve, La Jeune américaine et les contes marins (La Belle et la Bête), Les Belles Solitaires – Madame Leprince de Beaumont, Magasin des enfants (La Belle et la Bête), édition critique établie par Elisa Biancardi, París, Honoré Champion, 2008; Qvøld-vøkurnar 1794, samanteknar af Dr. Hannesi Finnssyni, Leirárgörðum við Leirá, Islendska Landsuppfrædingar Félag, 1. bindi 1796, 2. bindi 1797, hér 2. bindi bls. 155–178. Um endurútgáfur þýðingar Hann- esar, sjá Símon Jóh. Ágústsson, „Hugleiðingar um barna- og unglingabækur, Menntamál 45(4)/1972, bls. 143–155, hér bls. 146. TMM_3_2018.indd 30 23.8.2018 14:19
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.