Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Blaðsíða 51
A ð l e i k a S h a k e s p e a r e
TMM 2018 · 3 51
fastur þáttur í enskri stakhendu, þótt Shakespeare bregði fyrir sig stuðlum
hér og hvar til áhersluauka. Þýðendur Shakespeares á íslensku hafa hins vegar
sterka tilhneigingu til að nota ljóðstafasetningu samkvæmt íslenskri hefð. Því
er vissulega mikill munur á eðli þessara tveggja tungumála!
Enn og aftur skal undirstrikað að Shakespeare var leikhúsmaður. Hann
lifði og hrærðist í heimi leikhússins drjúgan hluta ævi sinnar. Hann skrifaði
leikrit sín upp í kjaftinn á leikurunum, en ekki fyrir bók eða blað. Enginn
þeirra sem þýtt hafa Shakespeare yfir á íslensku er leikhúsmaður. Allir eru
þeir rithöfundar og menn hins skrifaða orðs með fullri virðingu fyrir því
og þeim. Það skiptir kannski ekki sköpum, en munar um engu að síður. En
síðast en ekki síst eru þýðingar á verkum Shakespeares sérlega krefjandi fyrir
þá sök að umræddur höfundur er þvílíkur yfirburðamaður og snillingur til
inntaks og forms að engu er við að jafna. Má segja að það þurfi Shakespeare
sjálfan til að þýða Shakespeare. „Hann er einfaldlega gáfaðri en við!“ eins og
hinn kunni höfundur og gagnrýnandi Harold Bloom komst að orði. En að
sjálfsögðu kemur það ekki í veg fyrir að við leggjum á djúpið og gerum okkar
besta til að færa meistarastykki hans yfir á okkar tungumál á okkar leiksviði.
Þar sem okkar helsta Shakespeare-þýðanda, Helga Hálfdanarsyni, tekst
best upp er óhætt að staðhæfa að um óskoraða snilld sé að ræða. Um þýðingu
hans á 18. sonnettu Shakespeares komst háskólanemi einn svo að orði: „Ekki
einungis nær Helgi að þýða ljóðið að merkingu til, heldur tekst honum einn-
ig að halda brag, atkvæðafjölda og línum á sama hátt. Þetta krefst mikillar
þekkingar á báðum tungumálunum, bragarháttum og ljóðlist liðinna tíma.“20
En leiktexti þarf ekki að vera fallegur skáldskapur! Og ekki leikljóð heldur!
Yfirburðir Shakespeares sem skálds og manneskju felast fyrst og fremst í því
að innsæi hans virðast engar skorður settar, hann getur verið groddalegur
og klámfenginn jafnt sem háfleygur og djúpspakur. Og þó Shakespeare beiti
oftar tvíræðum setningum og orðaleikjum frekar en skella hlutunum beint
framan í mann fer ekki á milli mála við hvað er átt varðandi sterkar losta-
fullar kenndir, ákveðna líkamsparta og kynlíf. Orð eins og prick (pricking)
og cock og copulation tala sínu skýra máli. Og þegar þar að kemur í þýðingu
situr maður uppi með þá tilfinningu að Helgi dragi aðeins úr og velji penni
búning en ástæða er til. Til að mynda öskrar Lér konungur á einum stað:
Let copulation thrive! sem Helgi þýðir svo: Lausaleikur blómgist! Vissulega er
meiningin rétt, en hún nær ekki munnfylli, krafti og beinskeyttri merkingu
enskunnar.
Af framansögðu má ljóst vera að íslenskir leikarar þurfa ekki aðeins að
kynna sér til hlítar þýddan texta Shakespeares. Þeir þurfa einnig að kynna
sér textann á frummálinu til að standa vel að vígi í leik sínum. Hvernig raðar
Shakespeare orðunum, hvaða orð standa saman í línu, á hvaða orðum liggur
áherslan í ensku? Er því eins farið í íslensku? Í hverju liggur munur orðanna
eftir tungumálum? Þetta eru miklar kröfur, en þær eru sjálfsagðar og raun-
sæjar um leið og þær fela í sér mikla áskorun og gefandi glímu.
TMM_3_2018.indd 51 23.8.2018 14:19