Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Blaðsíða 120

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Blaðsíða 120
H u g v e k j u r 120 TMM 2018 · 3 um villigötum í rannsóknum mínum á íslenskum stjórnmálum: Í fyrsta lagi hafði ég nær algjörlega litið fram hjá mikilvægu hlutverki kvenna í stjórnmálum bæði hér og ann- ars staðar á Vesturlöndum. Í verkum mínum voru konur eiginlega ekki til. Ég hafði logið með þögninni. Í öðru lagi hafði mér yfirsést að við Íslendingar áttum okkur mjög merki- lega hefð lýðræðis sem mótaðist um og eftir aldamótin 1900. Þá fékk íslenskt lýðræði ekki síst næringu frá frelsisbar- áttu kvenna. Íslensku lýðræði hnignaði síðan þegar karlveldið hafnaði réttmæt- um kröfum kvenna um aukið lýðræði; barðist m.a. gegn almennu kjörgengi og kosningarétti kvenna. Þetta hvottveggja lærði ég af verkum Auðar Styrkársdóttur, einkum doktors- ritgerð hennar sem ber heitið: From feminism to class politics. The Rise and Decline of Women’s Politics in Reykja- vík, 1908–1922. Ritgerðin var gefin út 1998. Ég hef reynt að bæta úr þessum göll- um í rannsóknum mínum og kennslu síðustu tvo áratugi. Framlag mitt til rannsókna á íslenskri kvennabaráttu er í hreinskilni sagt lítið, mjög lítið. Betur hefur gengið að rannsaka heildarþróun íslensks lýðræðis – hvernig þróun þess gengur í bylgjum. Hversu þróttmikið íslenskt lýðræði er á vissum tímabilum. Ég nefni sérstaklega fyrsta áratug 20. aldar og aðdraganda lýðveldisstofnunar 1942–1944. Íslendingar höfðu meira að segja þróað merkilega leið til lýðræðis sem tvinnaði saman beint lýðræði og fulltrúalýðræði. Landinu skyldi stjórnað frá degi til dags af Alþingi og ríkis- stjórn. Mikilvæg mál skyldu hins vegar leidd til lykta í þjóðaratkvæðagreiðslum. Þessi samtvinnun beins lýðræðis og fulltrúalýðræðis sést t.d. glögglega ef við lítum til ársins 1908. Árið hófst með glæstum sigri Kvennaframboðs í kosn- ingum til bæjarstjórnar í Reykjavík þegar fjórar konur hlutu kosningu, en kvennahreyfingin lagði ætíð áherslu á að tengja saman grasrótarstarf og starf í sveitastjórnum og á Alþingi. Haustið 1908 voru Alþingiskosningar. Samtímis var þjóðaratkvæðagreiðsla um áfengis- bann og í kjölfarið samþykkti Alþingi það. Ýmsir Alþingismenn útskýrðu atkvæði sitt. Sögðust vera persónulega á móti áfengisbanni en myndu engu að síður greiða atkvæði með því. Sannfær- ing þeirra væri nefnilega að virða ætti vilja meirihluta kjósenda í þjóðarat- kvæðagreiðslunni. Í lýðræðisþjóðfélagi skyldi þjóðarvilji vera æðri þingvilja. Áfengisbanninu var ekki aflétt með lögum fyrr en eftir þjóðaratkvæða- greiðslu árið 1933 þegar meirihlutinn reyndist því andvígur. Ísland varð fullvalda 1918 í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu og sambandinu við Dani var slitið og lýðveldi stofnað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu 1944. Á öðrum tímum er ástand íslensks lýðræðis fremur dapurlegt – svo vægt sé til orða tekið. Eða hvað á t.d. að segja um stjórnarfar þar sem ráðamenn hafa ekki staðið við hátíðleg loforð allra stjórnmálaflokka frá 1944 um heildar- endurskoðun stjórnarskrárinnar? Hunsa meira að segja niðurstöðu þjóðarat- kvæðagreiðslu árið 2012 um nýjan sam- félagssáttmála og nýja stjórnarskrá. 1.desember 2018 verða 100 ár frá formlegu fullveldi Íslands. Þjóðin verður þá væntanlega enn án raunverulegs full- veldis en býr áfram við stjórnarskrá sem í grundvallaratriðum er byggð á stjórn- arskrá konungsríkisins Danmerkur frá 1849! Niðurstaðan er augljóslega að kyrr- staða lýðræðis er ekki í boði. Annað- hvort er lýðræðið að eflast eða veikjast. Lýðræðið gengur í bylgjum eða með TMM_3_2018.indd 120 23.8.2018 14:19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.