Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Blaðsíða 65
É g e r h ö f ð i n g l e g a v e n j u l e g
TMM 2018 · 3 65
Í bókum þínum sækirðu í brunn forngrískra bókmennta. Sækirðu líka í
áhrif bókmennta frá öðrum tímum og stöðum?
Alls staðar að, alltaf. Hvers konar tvítyngdar útgáfur er uppáhaldslesefni
mitt. Ég elska bilið á milli tveggja tungumála – stökkið þar á milli. Líklega
leita ég meira í evrópska hefð afþví hún kallar fram hina klassísku hefð, þar
sem suðuramerískar, kínverskar og japanskar bókmenntir hafa sínar eigin
hefðir.
Eru það forréttindi að skrifa á ensku? Geturðu lýst fyrir mér ást þinni til
tungumálsins?
Ég veit ekki hvort ég elska ensku. Henni var bara dömpað á mig. Ef til vill
eru það fjárhagsleg forréttindi að skrifa á ensku en öðruvísi eru forréttindin
ekki.
Gæti enskan vegna stöðu sinnar í heiminum og eðlis tungumálsins ef til
vill haft ríkari og fleiri möguleika fyrir skáldskapartjáningu en önnur
tungumál?
Nei og hún hefur líklega færri möguleika. Enska er ekki jafngott verkfæri
fyrir skáldskap og forngrískan. Það eru atriði í Proust sem ekki er hægt að
orða jafn vel á ensku.
Ég ímynda mér að yrki skáld á ensku yrki það úr hásæti. Enskt tungutak
hljómar um heim allan, vísur, frasar, dægurlagatextar og tungumálið orðar
hugsanir og tilfinningar persóna í samtíma kvikmyndum og sjónvarps-
þáttum sem sýnd eru hnattrænt.
Ég hef ekki hugsað þannig um það en mér finnst ég alls ekki vera í yfir-
burðastöðu þó sitji ég í hásæti.
***
Hvað metur þú mest í fari annarra?
Kímnigáfu. Nákvæmni – (við Currie:) Hvað er svona fyndið við það? Skýr-
leika og heiðarleika.
Hvað metur þú minnst í fari annarra?
Bíddu nú við, best að hugsa um einhvern sem mér fellur ekki við – jæja –
hávaða, ónákvæmni, hírarkísk viðhorf, fyrirlitningu, vald.
Currie: Hvað áttu við með ónákvæmni? Eðli síns vegna sækist skáldskapur
ekki eftir nákvæmni.
Nákvæmni þarf ekki að vera sönn. Þegar maður hugsar á egginni leikur
maður á egginni, einsog Sófóklos segir einhvers staðar, kannski í Fíloktetesi:
ἂκρον φρόνειν ἂκρον δρᾶν –
TMM_3_2018.indd 65 23.8.2018 14:19