Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Blaðsíða 135

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Blaðsíða 135
U m s a g n i r u m b æ k u r TMM 2018 · 3 135 Út á þetta höfðu frjálshyggjumenn, ef þeir vildu vera trúir sínum eigin kenn- ingum, alls ekkert að setja: þetta var ekki annað en hæstaréttardómur mark- aðarins. Stjórnmálamennirnir hefðu getað sætt sig við það, en það gerðu for- sprakkar Sjálfstæðisflokksins ekki, semsé Davíð og Davíðsrekkar, þeir undu hið versta við orðinn hlut og lögðu ekki upp laupana. Og þá hófst önnur saga sem er svo furðuleg að varla væri nema fyrir sagnaskáld að höndla hana, og hún var stór þáttur í atburðarásinni fyrir hrunið. Styrmir gerir ekki annað en tæpa á henni og frá sjónarmiði Leiðtog- ans en Björn og Sveinn bæta það upp, Björn lítur á söguna ofanfrá með ísköldu hlutleysi, það er eins og hann hafi verið að lesa Sturlungu áður en hann tók til við skriftir, en Sveinn segir hana frá sjónarmiði þeirra sem stóðu uppi í hár- inu á Davíð, og það sjónarhorn er ómet- anlegt. Hann skýtur því reyndar að í leiðinni, væntanlega glottandi út í annað, að það hafi verið hann sem hafi búið Eimreiðarklíkuna til með því að ráða Magnús Gunnarsson sem ritstjóra sem hafi svo ráðið aðra frjálshyggju- menn til starfa, og er þetta sögulegt hlutverk ef eitthvað er. Vondir voru háhyrningarnir en verri var rosabaugur, og það sem gerði hann svo skeinuhættan var að hann réð yfir sjálfstæðu blaðaveldi, stjórnuðu af mönnum sem hlýddu ekki Flokknum. Upphaf þess veldis var Frjáls fjölmiðlun sem var valdhöfum Flokksins þegar óþægur ljár í þúfu, en hún var blásin burt með gjörningaveðri. Þegar Sveinn lítur á þessa atburði ber hann upp þessa spurningu: Með þau ósköp í huga sem í vændum voru hef ég stundum velt fyrir mér hvers vegna ýmsir töldu sig geta haft áhrif á hvað við vorum að gera hjá Frjálsri fjöl- miðlun. Ef við hefðum verið vinstrimenn hefðum við verið látnir í friði. Ekki var hamast svona á Svavari Gestssyni eða öðrum ritstjórum og útgefendum Þjóð- viljans. En af því við vorum Sjálfstæðis- menn töldu menn sig mega atast í okkur. Af hverju lögðu menn allt kapp á að gera okkur erfitt fyrir með fjölmiðlarekstur- inn? (bls. 309). Ekki hygg ég þó að Sveinn spyrji þessa af því hann viti ekki svarið. Þjóðviljinn var Sjálfstæðisflokknum sjaldan skeinu- hættur, hann var stimplaður sem „kommúnistablað“, og því hlaut flest sem í honum stóð að vera „óhróður“, enda lásu sjálfstæðismenn hann yfirleitt ekki. Allt öðru máli gegndi um blöð Frjálsrar fjölmiðlunar, þau voru lesin vítt og breitt, jafnt af sjálfstæðismönn- um sem öðrum, og þar gátu birst fréttir sem komu sér illa fyrir Flokkinn, svo og sjónarmið óánægðra flokksmanna. Þetta var ógnun við valdakerfið, fátt ótt- uðust flokkspótintátarnir meir en menn sem voru sjálfstæðismenn af lífsskoðun en töldu sig ekki skuldbundna leiðtog- um hans. Þessi staða fjölmiðlanna breyttist síður en svo þegar þeir voru komnir í hendur Baugsmanna. Í stuttu máli, Davíð varð að því er virtist heltekinn einhverri kraumandi Baugs-meinloku sem lét hann sjaldnast í friði, hann sá Baugsmenn, Baugskonur og Baugspenna í hverju skúmaskoti, af því spratt æsispennandi atburðarás þar sem skattrannsóknir, ákærur, legorðs- mál, húsleitir og handtökur tóku hvert við af öðru, kannske líka fyrirsát á flug- velli, reynt var að koma Baugsstimplin- um á andstæðinga, og Jón Ásgeir var dubbaður upp í það hlutverk að vera faðir martraðanna. Væri þetta allt saman verðugt verkefni fyrir okkar efnilegu kvikmyndahöfunda, film noir til sýningar um víða veröld. Ýmsir TMM_3_2018.indd 135 23.8.2018 14:19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.