Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Blaðsíða 115

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Blaðsíða 115
H u g v e k j u r TMM 2018 · 3 115 sem sé „eitthvað“, það sem spannaði hvort tveggja, hluti jafnt sem ekki-hluti. Í tímanum vildu þeir svo skilgreina tvær víddir, núið og fortíð-framtíð. Núið er í rauninni ekki annað en það sem áður var sagt, en hvað um fortíð-framtíð? Það kemur á óvart, og brýtur í bága við margar heimspekikenningar, að spyrða saman það sem flestir vildu kalla tvær víddir tímans. Þó er það augljóst ef að er gáð. Í Augnablikinu er maður kannski bara að borða ís úti í sólinni, en í breiðri tímavídd fortíðarinnar stefnir hann jafnan til framtíðar sem situr föst í huga hans, stundum álíka raunveruleg og tíminn sem liðinn er. Framtíð blaða- mannsins um nokkurt skeið, og enn að morgni dags 7. janúar, var sú að eftir nokkra daga myndi hann fara til Prince- ton og halda fyrirlestra um franskar samtímabókmenntir, og þar myndi hann hitta aftur fylgikonu sína; hann var þegar búinn að kaupa farmiða til New York og hún beið eftir honum. Augnablikið sem á eftir fylgdi gerði þá áætlun að engu, það bjó semsé til alveg nýja framtíð, en hann virðist ekki hafa leitt hugann að því meðan hann lá á gólfinu í skrifstofunni, sú hugsun kom síðar. Í efnishyggju Stóumanna er þessi vídd fortíðar-framtíðar „ekki til“, og slíkt hið sama segja þeir heimspekingar sem nefndir voru hér að ofan, hún er „liðin-ókomin“. En þetta er ekki síðasta orð Stóumanna, þótt víddin sé ekki til er hún samt „eitthvað“ – ti – og innan ramma verufræði þeirra er skilgreining- in augljós: þessi vídd er þáttur af hinu „segjanlega“, hún hefur sinn sérstaka veruleika sem er ekki neind. Þá verður augljóst – og það eru líka rök fyrir að skilgreina fortíð-framtíð sem eina vídd – hvernig síðari atburðir geta breytt því sem á undan var komið. Morguninn 7. janúar tók blaðamaðurinn þá ákvörðun, kannski án þess að hugsa mikið um það, að koma við á ritstjórnarskrifstofu Charlie Hebdo, og síðar þennan morgun stóð hann upp þegar honum fannst tími til kominn en staldraði við til að sýna Cabu ljósmyndina. Hvort tveggja var eins hversdagslegt og verið gat. En eftir á fengu þessir atburðir allt aðra merk- ingu, þeir voru segjanlegir á annan hátt. Ef blaðamaðurinn hefði farið beint á rit- stjórn Libération hefði hann verið víðs fjarri þegar tilræðismennirnir komu og lagt af stað til Princeton nokkrum dögum síðar til að halda sína fyrirlestra; ef hann hefði ekki staldrað við á útleið- inni hefði hann að öllum líkindum hlaupið beint í fangið á tilræðismönn- unum í stiganum og orðið þeirra fyrsta fórnarlamb. Það sem breyttist var sagan. Með því að skilgreina veru á þennan sérstaka hátt hafa Stóuspekingarnir bent á leið út úr þeirri mótsögn tímans sem nefnd var í upphafi. Fortíð-framtíð er til en einungis sem eitthvað segjanlegt, – lekton; hún er einungis saga. Þar sem mannlífið heldur áfram sinn veg innan þessarar víddar má einnig segja að allur sannleikurinn um það sé fólginn í því sama, að vera saga. En hvað þá um Augnablikið? Samkvæmt þessu öðlast það fyrst merkingu þegar það verður hluti af sögu, þegar það fellur inn í for- tíð-framtíð, líkt og tónn fær ekki merk- ingu fyrr en hann er orðinn hluti af lag- línu. Af þessu leiðir ótalmargt og má einkum benda á skilgreiningu á því hvað er „Maður“, og hvernig hann greinist frá öðrum skepnum. Er hann „vitiborinn“ – Homo sapiens? Það er hið háðulegasta öfugmæli, að viti stendur Maðurinn flestum öðrum skepnum langt að baki, hann er t.d. eina illfyglið í sólkerfinu samanlögðu sem dritar í sitt hreiður. Er það þá tungumálið sem greinir hann frá öllum hinum dýrun- um? Það er ekki rétt, ef menn skilgreina TMM_3_2018.indd 115 23.8.2018 14:19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.