Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Blaðsíða 84

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Blaðsíða 84
B e r g l j ó t S o f f í a K r i s t j á n s d ó t t i r 84 TMM 2018 · 3 væri slík saga þó að ljóst væri að sjálf hefði hún kannað ýmsar heimildir.34 Fyrir vikið er Hlustarinn ekki kölluð „söguleg“ á leitir.is en bækur ýmissa annarra höfunda, sem hafa jafnan lagt áherslu á að þeir stundi heimilda- vinnu, tengdar sögulegum skáldskap.35 Margt af þeim skáldskap sem komið hefur út hérlendis á þessari öld má kallast ný-sögulegur í þeim skilningi að hann felur í sér endurmat og endur- túlkun á tilteknu tímaskeiði og á stöðu ákveðinna þjóðfélagshópa eða fulltrúa þeirra – enda þótt hann feli ekki endilega í sér nýsköpun í formi. Konurnar í hópi höfundanna hneigjast til að hafa konur í aðalhlutverki sagna sinna – enda tími til kominn að lesa kellur rækilega inn í söguna – en ýmsir karlanna velja ekki síður konur en karla í það hlutverk. Flestir höfundanna setja sögur sínar niður á Íslandi eða semja þær um Íslendinga en þó má líka finna dæmi um að sögur snúist um erlendar persónur og atburði, t.d. Endimörk heimsins (2012) eftir Sigurjón Magnússon sem segir frá örlögum rússnesku keisara- fjölskyldunnar árið 1918. Ákveðin tímabil njóta líka meiri vinsælda en önnur: hið nálæga og fjarlæga eru vinsæl yrkisefni, tuttugasta öldin, sú nítjánda og miðaldir. Til undan- tekninga heyrir að menn fáist við 16. öldina; sögur sem snúast að einhverju leyti um 18. öld eru tíu – þar af tvær um sömu persónu, þ.e. Jón Ófeigs Sigurðssonar og að hluta Hundadagar Einars Más. Um 17. öld fjalla heldur færri sögur en persónur og/eða meginatburðir eru þá oftar en einu sinni þeir sömu eins og í sögu Steinunnar Jóhannesdóttur, Reisubók Guðríðar Símonar- dóttur (2001), og Tyrkjaránsbókum (2004 og 2007) Úlfars Þormóðssonar, svo og Hallgrími (2008) Úlfars og Heimanfylgju (2010) Steinunnar. Ættarsögur eða sögur af einstökum forfeðrum eða formæðrum höfunda eru á annan tug. En ég er ekki búin að greina ýmsa undirflokka aðra, t.d. hversu margar sögur má skoða sem einhvers konar hetjusögur fremur en lýsingar á tilteknu tímaskeiði; hversu margar má flokka sem sögulegar rómönsur eða ástarsögur, hverjar lýsa persónum sem eru nánast fyrirfram dæmdar til þjáninga eða hverjar mega kallast nútímatilbrigði við þætti af einkennilegum mönnum, svo að eitthvað sé nefnt. Hið síðasttalda er einkar forvitnilegt rannsóknarefni með hliðsjón af samspili hins þjóðlega og alþjóðlega. Einar Kárason hefur t.d. ekki farið dult með áhuga sinn á kostulegum mönnum, sbr. bók hans Þætti af einkennilegum mönnum (1996) og á síðustu áratugum hefur hann til að mynda samið bækurnar Storm (2003) og Passíusálmana (2016). Ef bætt væri við þær, þó ekki væri nema Svari við bréfi Helgu (2010) Bergsveins Birgissonar og jafnvel Hafnfirðingabrandaranum (2014) Bryndísar Björgvinsdóttur ætti að vera komið í pottinn það sem vekti upp skemmtilegar spurningar um mót rótgróinnar innlendrar frásagnarhefðar og erlendra strauma. Ónefnt er þá að persónurnar í Stormi, Passíusálmunum og Svari við bréfi Helgu byggja á mönnum sem höfundarnir þekkja/þekktu þannig að bollaleggingar um mörk sögulegu skáldsögunnar yrðu einnig undir. En hvað veldur uppgangi sögulegu skáldsögunnar síðustu áratugi? Erlendis TMM_3_2018.indd 84 23.8.2018 14:19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.