Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Blaðsíða 111

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Blaðsíða 111
H u g v e k j u r TMM 2018 · 3 111 ofan það, bókahillurnar sem þöktu allan vegginn á móti og loks á máv úr pappa sem hékk niður úr loftinu og breiddi út vængina. Ekkert svar. Ég sat fastur, og það var eins og tíminn væri það líka. En þá var allt í einu eins og einhver rödd færi að ávarpa mig, og hún sagði: „Nú hefur þú verið að velta þessu fyrir þér langar stundir og ekki til neins, þú ert stöðugt jafnnær. Væri ekki skynsam- legra að þú færir út á meðal manna, þar sem Augnablikið er vissulega til staðar, þar getur þú fundið punctum temporis og reynt að henda það á lofti? Á þann hátt muntu skynja Augnablikið sjálft eins og það kemur af skepnunni í stað- inn fyrir að snúast í hringi. Svona, drífðu þig.“ Ég lét ekki segja mér þetta tvisvar og fór út á place de la Contrescarpe beint fyrir utan skrifstofuna mína. Það var hlýtt en enginn steikjandi hiti, skýja- slæður á himni hér og hvar og sólin eilítið vesturhöll. Fjöldi fólks var á ferli í marglitum sumarfötum, sumir að borða ís, og kaffistéttirnar þéttsetnar; við hlið- ina á gosbrunninum sat harmonikuleik- ari og var í miðju kafi að leika La vie en rose. Stundlegar raddir svifu um í loft- inu hver í bland við aðra, eins og lit- skrúðugir borðar sem hent er upp í loft á hátíðum; ég reyndi að nema þær: þetta var Augnablikið. Eitt kemur ekki í veg fyrir annað, það er alvarlegt … Vandinn er sá að ég er einn metri, sextíu og átta sentimetrar … Hvernig á nokkur stelpa að geta sett svona tól í gang, vrúm vrúm? Það er ekki hægt að segja að Atlantshafið sé hluti af Evrópu … Víst er fjölkvæni í Frakklandi eins og hjá okkur, það heitir bara … Það eru þrjú hundruð þúsund hálfvitar … Hún var í pínupilsi og sat svo gleið að það sást alla leið upp í hálskirtla … Hefurðu heyrt hvað Macron ætlar að gera? Hvað var það nú aftur sem ég sagði? Ég finn fyrir miklum þrýstingi … Þetta er saga um mann sem er skorinn á háls … Ég hef alltaf verið kulsæl … Ef allt er vandamál í þínu lífi, skaltu bara ekkert vera að því að lifa … Hvernig komst hún að þessu? Hann er fær um að lesa tölur afturábak … Á þessum tíma dags er ég hættur að fylgjast með … Áður en ég fer á eftirlaun ætla ég að nálgast … Morgundagurinn fellur niður … Mitt í þessu gekk strákur yfir torgið meðfram kaffihúsinu Le Contrescarpe, hann var klæddur í bol sem á var letrað: „Lýstu ástalífi þínu með heiti á kvik- mynd.“ Þeir sem sátu á kaffistéttinni horfðu á hann í forundran, svo heyrðist tautað hingað og þangað, í belg og biðu: Midnight Express, Stríð og friður, La Strada, Gone with the Wind, Monkey Business, La grande illusion, Custer’s Last Stand … Arabi í snjóhvítum bedúínaklæðum leið yfir torgið, hann stóð báðum fótum á möndli, með hverfanda hvel milli stóru tánna; sjálfur haggaðist hann ekki og leit stöðugt upp á við, til hæða. „Svona var erkiengillinn Gabriel þegar hann færði Spámanninum Kóran- inn,“ hugsaði ég. Síðustu tónarnir af La vie en rose liðu út í loftið. Ég hélt aftur inn á skrifstofuna, engu nær. Ef þetta er Augnablikið, hugsaði ég, er það ekki aðeins örstutt – jafnvel þótt það sé teygt upp í það svið sem athyglin spannar í einni hendingu – heldur líka ruglingslegt, það er ekki annað en óskapnaður gersneyddur allri merkingu. En ég sá þegar eina mótbáru gegn þess- ari niðurstöðu. Svona skilgreining getur TMM_3_2018.indd 111 23.8.2018 14:19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.