Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Qupperneq 111
H u g v e k j u r
TMM 2018 · 3 111
ofan það, bókahillurnar sem þöktu allan
vegginn á móti og loks á máv úr pappa
sem hékk niður úr loftinu og breiddi út
vængina. Ekkert svar. Ég sat fastur, og
það var eins og tíminn væri það líka.
En þá var allt í einu eins og einhver
rödd færi að ávarpa mig, og hún sagði:
„Nú hefur þú verið að velta þessu fyrir
þér langar stundir og ekki til neins, þú
ert stöðugt jafnnær. Væri ekki skynsam-
legra að þú færir út á meðal manna, þar
sem Augnablikið er vissulega til staðar,
þar getur þú fundið punctum temporis
og reynt að henda það á lofti? Á þann
hátt muntu skynja Augnablikið sjálft
eins og það kemur af skepnunni í stað-
inn fyrir að snúast í hringi. Svona,
drífðu þig.“
Ég lét ekki segja mér þetta tvisvar og
fór út á place de la Contrescarpe beint
fyrir utan skrifstofuna mína. Það var
hlýtt en enginn steikjandi hiti, skýja-
slæður á himni hér og hvar og sólin
eilítið vesturhöll. Fjöldi fólks var á ferli í
marglitum sumarfötum, sumir að borða
ís, og kaffistéttirnar þéttsetnar; við hlið-
ina á gosbrunninum sat harmonikuleik-
ari og var í miðju kafi að leika La vie en
rose. Stundlegar raddir svifu um í loft-
inu hver í bland við aðra, eins og lit-
skrúðugir borðar sem hent er upp í loft
á hátíðum; ég reyndi að nema þær: þetta
var Augnablikið.
Eitt kemur ekki í veg fyrir annað, það er
alvarlegt …
Vandinn er sá að ég er einn metri, sextíu
og átta sentimetrar …
Hvernig á nokkur stelpa að geta sett svona
tól í gang, vrúm vrúm?
Það er ekki hægt að segja að Atlantshafið
sé hluti af Evrópu …
Víst er fjölkvæni í Frakklandi eins og hjá
okkur, það heitir bara …
Það eru þrjú hundruð þúsund hálfvitar …
Hún var í pínupilsi og sat svo gleið að það
sást alla leið upp í hálskirtla …
Hefurðu heyrt hvað Macron ætlar að
gera?
Hvað var það nú aftur sem ég sagði?
Ég finn fyrir miklum þrýstingi …
Þetta er saga um mann sem er skorinn á
háls …
Ég hef alltaf verið kulsæl …
Ef allt er vandamál í þínu lífi, skaltu bara
ekkert vera að því að lifa …
Hvernig komst hún að þessu?
Hann er fær um að lesa tölur afturábak …
Á þessum tíma dags er ég hættur að
fylgjast með …
Áður en ég fer á eftirlaun ætla ég að
nálgast …
Morgundagurinn fellur niður …
Mitt í þessu gekk strákur yfir torgið
meðfram kaffihúsinu Le Contrescarpe,
hann var klæddur í bol sem á var letrað:
„Lýstu ástalífi þínu með heiti á kvik-
mynd.“ Þeir sem sátu á kaffistéttinni
horfðu á hann í forundran, svo heyrðist
tautað hingað og þangað, í belg og biðu:
Midnight Express, Stríð og friður, La
Strada, Gone with the Wind, Monkey
Business, La grande illusion, Custer’s
Last Stand …
Arabi í snjóhvítum bedúínaklæðum
leið yfir torgið, hann stóð báðum fótum
á möndli, með hverfanda hvel milli
stóru tánna; sjálfur haggaðist hann ekki
og leit stöðugt upp á við, til hæða.
„Svona var erkiengillinn Gabriel
þegar hann færði Spámanninum Kóran-
inn,“ hugsaði ég.
Síðustu tónarnir af La vie en rose liðu
út í loftið.
Ég hélt aftur inn á skrifstofuna, engu
nær. Ef þetta er Augnablikið, hugsaði ég,
er það ekki aðeins örstutt – jafnvel þótt
það sé teygt upp í það svið sem athyglin
spannar í einni hendingu – heldur líka
ruglingslegt, það er ekki annað en
óskapnaður gersneyddur allri merkingu.
En ég sá þegar eina mótbáru gegn þess-
ari niðurstöðu. Svona skilgreining getur
TMM_3_2018.indd 111 23.8.2018 14:19