Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Blaðsíða 45
A ð l e i k a S h a k e s p e a r e
TMM 2018 · 3 45
But soft what light through yonder window breaks.2
Skoðum síðan reglulegar stakhendulínur á íslensku:
Hve létt er orðin öll mín raun um sinn,
er einnig konung beygir harmur minn;3
Þessar línur á ensku og á íslensku eru allar reglulegar stakhendulínur. En
grunnregla og tilbrigði við hana, eins og þau birtast á frummálinu, halda
sér ekki endilega með sama hætti í þýðingu yfir á íslensku. Komum nánar
að því síðar.
Mjög algengt tilbrigði við reglulega stakhendulínu er ellefta atkvæðið í
línunni. Það atkvæði er þá áherslulétt og kallað kvenending eða fis (sam-
kvæmt Helga Hálfdanarsyni). Leikarinn þarf engar áhyggjur að hafa af því,
aðeins að vita að það er áherslulétt. Lítum á upphafslínur frægasta eintals
Shakespeares:
To be, or not to be, that is the question:
Whether ’tis nobler in the mind to suffer
The slings and arrows of outrageous fortune,
Or to take arms against a sea of troubles4
Hér sjáum við strax tilbrigði við meginregluna: allar línurnar enda á ellefta
atkvæði, áhersluléttu. En þar að auki má halda því fram að í annarri, þriðju
og fjórðu línu séu aðeins fjögur áhersluatkvæði í stað fimm eins og venjan
er. Og ef betur er að gáð má sjá fleiri frávik frá reglulegri grunnhrynjandi í
öllum línum. Stundum standa tvö áhersluatkvæði hlið við hlið og stundum
eru tvö eða jafnvel þrjú áherslulétt atkvæði hlið við hlið.
En á íslensku er textinn svona:
Að vera, eða’ ekki vera, þarna er efinn,
hvort betur sæmi að þreyja þolinmóður
í grimmu éli af örvum ógæfunnar,
eða vopn grípa móti bölsins brimi5
Hér getur einnig að líta tilbrigði við hina reglulegu hrynjandi þar eð sums
staðar eru áherslulétt atkvæði tvö, jafnvel þrjú, hlið við hlið, og áhersluþung
atkvæði koma einnig fyrir hlið við hlið.
Tökum fleiri dæmi:
Upphafslínan í Kaupmanni í Feneyjum hljóðar svo á frummálinu: In sooth
I know not why I am so sad. Á íslensku er hún svona: Ekki veit ég hvað mæðir
huga minn.6
Takið eftir að öll orð í ensku línunni eru einsatkvæðisorð. Og hvað merkir
það? Til dæmis það að ekki er hægt að fara hratt með hana. Hér hægir
Shakespeare á leikaranum. Eða eins og Peter Hall segir: „Shakespeare segir
leikaranum hvenær hann á að herða á sér og hvenær hann á að hægja á sér,
TMM_3_2018.indd 45 23.8.2018 14:19