Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Blaðsíða 126

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Blaðsíða 126
U m s a g n i r u m b æ k u r 126 TMM 2018 · 3 Háteigshverfinu í Reykjavík á miðjum níunda áratug síðustu aldar og nostalgí- an er þar fyrirferðarmikil, enda er um að ræða umhverfið sem höfundurinn ólst sjálf upp í. Sem söguleg skáldsaga – hún er það vissulega, þótt fortíðin sé ekki fjarlæg – er hún kyrfilega staðsett í tíma og rúmi: Aðalpersónan og sögu- maðurinn, nafnlaus stúlka sem er að ljúka grunnskóla, er stödd í hverfinu mestallan sögutímann og í gegnum frá- sögn hennar skyggnist lesandinn inn í þennan heim fyrir tíma netsins, sam- félagsmiðla og frjálslegs innflutnings á matvælum og tískuvörum. Tilvísanir í dægurlög, kvikmyndir og bækur þess- ara ára eru auk þess óteljandi. Smartís- inn góði, sem rúmum áratug síðar féll í skuggann af M&M þegar innflutningur á því góssi var loks leyfður, er leiðarstef. Orðið hefur margræða merkingu; ungl- ingarnir kjamsa á litríkum súkkulaði- kúlunum og safna plastlokum með bók- stöfum á en rembast um leið við að vera smart, því í þessum heimi er það mikil- vægast af öllu. Smartís er stutt bók, rúmar 120 blaðsíð- ur, og kaflarnir eru röð svipmynda úr lífi stúlkunnar síðasta veturinn og sum- arið áður en hún byrjar í framhalds- skóla. Sumar eru sögur úr hverfinu sem Gerður hefur nýtt sér, svo sem af typpa- kalli sem berar sig í glugga fyrir framan flissandi krakka og manni sem vann í fangabúðum nasista. Aðrar fjalla um ýmsar aukapersónur sem hafa áhrif á aðalpersónuna, svo sem Maju, sem er utangarðs líkt og hún, og afann sem ólíkt flestum fullorðnum hlustar í raun og veru á það sem hún hefur að segja og sýnir því áhuga. Báðar þessar persónur virðast hjálpa aðalpersónunni á þroska- brautinni og auðvelda henni að öðlast sjálfstraust og -skilning. Það er þó frem- ur óljóst því Maja og afinn koma ein- ungis fyrir í stuttum senum og hverfa jafnóðum af sjónarsviðinu. Það hefði að ósekju mátt vinna meira með þessar aukapersónur og raunar má segja slíkt hið sama um ýmislegt annað í bókinni því frásagnarhátturinn er knappur, kaflarnir eru oft aðeins laus- lega tengdir saman, að öðru leyti en því að þeir gerast í tímaröð, og heildar- myndin er að mörgu leyti – þó alls ekki öllu leyti – brotakennd. Ýmislegt kallar að mínu mati á frekari umfjöllun, þótt væntanlega hafi það verið meðvituð ætlun höfundar að skilja lausa þræði eftir handa lesandanum. Sem dæmi má nefna að lauslega er ýjað að því að stúlk- an verði rithöfundur í framtíðinni en dagdraumar hennar snúast þó um að spila í hljómsveit en ekki skrifa. Enn fremur líður þroskasaga aðalpersónunn- ar fyrir þennan knappa stíl og eyðurnar á milli kaflanna. Vissulega er oft gaman og gefandi þegar lesendum er treyst fyrir því verkefni að taka þátt í sköpun texta og sögu en í þessu tilfelli hefði ég gjarnan viljað lesa fleiri blaðsíður og kynnast stúlkunni betur á þann hátt. Meginviðfangsefni Smartíss er vináttan og mikilvægi hennar í lífi unglings- stúlkna. Gerður fjallar af næmni um þetta margslungna efni; áhrif vináttu og vinaleysis á sjálfsmynd stúlkna, kvíðann sem fylgir því að eiga ekki öruggan stað í hinu félagslega vinaneti, óttann við að ná ekki að sanna gildi sitt, skömmina yfir því að fara ein niður í bæ að kíkja í búðir og svo framvegis. Aðalpersónan á í upphafi bókar vinkonu, Hildi, en þær eiga þó ekki margt sameiginlegt. Henni er þá boðið að vera þriðja hjólið í bestu- vinkonuparinu „Steina og Olga“ og gríp- ur það tækifæri fegins hendi, enda þráir hún félagslega viðurkenningu. Sú gleði er þó skammvinn því það er ekki lengi pláss fyrir þrjú hjól í þessu teymi. Aðal- TMM_3_2018.indd 126 23.8.2018 14:19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.