Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Síða 126
U m s a g n i r u m b æ k u r
126 TMM 2018 · 3
Háteigshverfinu í Reykjavík á miðjum
níunda áratug síðustu aldar og nostalgí-
an er þar fyrirferðarmikil, enda er um
að ræða umhverfið sem höfundurinn
ólst sjálf upp í. Sem söguleg skáldsaga –
hún er það vissulega, þótt fortíðin sé
ekki fjarlæg – er hún kyrfilega staðsett í
tíma og rúmi: Aðalpersónan og sögu-
maðurinn, nafnlaus stúlka sem er að
ljúka grunnskóla, er stödd í hverfinu
mestallan sögutímann og í gegnum frá-
sögn hennar skyggnist lesandinn inn í
þennan heim fyrir tíma netsins, sam-
félagsmiðla og frjálslegs innflutnings á
matvælum og tískuvörum. Tilvísanir í
dægurlög, kvikmyndir og bækur þess-
ara ára eru auk þess óteljandi. Smartís-
inn góði, sem rúmum áratug síðar féll í
skuggann af M&M þegar innflutningur
á því góssi var loks leyfður, er leiðarstef.
Orðið hefur margræða merkingu; ungl-
ingarnir kjamsa á litríkum súkkulaði-
kúlunum og safna plastlokum með bók-
stöfum á en rembast um leið við að vera
smart, því í þessum heimi er það mikil-
vægast af öllu.
Smartís er stutt bók, rúmar 120 blaðsíð-
ur, og kaflarnir eru röð svipmynda úr
lífi stúlkunnar síðasta veturinn og sum-
arið áður en hún byrjar í framhalds-
skóla. Sumar eru sögur úr hverfinu sem
Gerður hefur nýtt sér, svo sem af typpa-
kalli sem berar sig í glugga fyrir framan
flissandi krakka og manni sem vann í
fangabúðum nasista. Aðrar fjalla um
ýmsar aukapersónur sem hafa áhrif á
aðalpersónuna, svo sem Maju, sem er
utangarðs líkt og hún, og afann sem
ólíkt flestum fullorðnum hlustar í raun
og veru á það sem hún hefur að segja og
sýnir því áhuga. Báðar þessar persónur
virðast hjálpa aðalpersónunni á þroska-
brautinni og auðvelda henni að öðlast
sjálfstraust og -skilning. Það er þó frem-
ur óljóst því Maja og afinn koma ein-
ungis fyrir í stuttum senum og hverfa
jafnóðum af sjónarsviðinu.
Það hefði að ósekju mátt vinna meira
með þessar aukapersónur og raunar má
segja slíkt hið sama um ýmislegt annað í
bókinni því frásagnarhátturinn er
knappur, kaflarnir eru oft aðeins laus-
lega tengdir saman, að öðru leyti en því
að þeir gerast í tímaröð, og heildar-
myndin er að mörgu leyti – þó alls ekki
öllu leyti – brotakennd. Ýmislegt kallar
að mínu mati á frekari umfjöllun, þótt
væntanlega hafi það verið meðvituð
ætlun höfundar að skilja lausa þræði
eftir handa lesandanum. Sem dæmi má
nefna að lauslega er ýjað að því að stúlk-
an verði rithöfundur í framtíðinni en
dagdraumar hennar snúast þó um að
spila í hljómsveit en ekki skrifa. Enn
fremur líður þroskasaga aðalpersónunn-
ar fyrir þennan knappa stíl og eyðurnar
á milli kaflanna. Vissulega er oft gaman
og gefandi þegar lesendum er treyst
fyrir því verkefni að taka þátt í sköpun
texta og sögu en í þessu tilfelli hefði ég
gjarnan viljað lesa fleiri blaðsíður og
kynnast stúlkunni betur á þann hátt.
Meginviðfangsefni Smartíss er vináttan
og mikilvægi hennar í lífi unglings-
stúlkna. Gerður fjallar af næmni um
þetta margslungna efni; áhrif vináttu og
vinaleysis á sjálfsmynd stúlkna, kvíðann
sem fylgir því að eiga ekki öruggan stað
í hinu félagslega vinaneti, óttann við að
ná ekki að sanna gildi sitt, skömmina
yfir því að fara ein niður í bæ að kíkja í
búðir og svo framvegis. Aðalpersónan á
í upphafi bókar vinkonu, Hildi, en þær
eiga þó ekki margt sameiginlegt. Henni
er þá boðið að vera þriðja hjólið í bestu-
vinkonuparinu „Steina og Olga“ og gríp-
ur það tækifæri fegins hendi, enda þráir
hún félagslega viðurkenningu. Sú gleði
er þó skammvinn því það er ekki lengi
pláss fyrir þrjú hjól í þessu teymi. Aðal-
TMM_3_2018.indd 126 23.8.2018 14:19