Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Page 68
K r i s t í n Ó m a r s d ó t t i r
68 TMM 2018 · 3
Síðan færirðu skrifin úr bókunum í tölvu.
Já og umskiptin breyta textanum annaðhvort til hins betra eða til hins
verra. Í tölvunni býrðu að myndrænum verkfærum til uppsetningar og þessi
verkfæri breyta textanum. Venjulega í betra horf – og þó – ég er ekki viss: þau
ýta undir að fleiri bækur koma út í heiminum og margar þeirra eru vondar.
Viltu segja mér frá bókunum þínum, nokkur orð, í hvernig skapi þú varst
þegar þú skrifaðir þær, hvað triggeraði þær í upphafi – eitthvað, bara fáar
línur um hvert verk?
Ég virðist ekki geta fengið huga minn til að hugsa þannig um fyrri verk,
útgefnar bækur tilheyra liðinni tíð og það er einsog einhver annar hafi skrifað
þær. Autobiography of Red (1998) virkar t.d. á mig einsog bernskuverk þó ég
væri á fimmtugsaldri þegar ég skrifaði bókina sem er úrvinnsla á brotum
úr ljóðum eftir forngrískt skáld. Mér fannst gaman að skrifa bókina. Satt
að segja held ég að þetta sé eina bókin sem fólk lesi eftir mig. Á upplestrum
kemur það venjulegast með eintak af henni til að biðja um áritun.
Currie: Er það?
Já, einkum ungt fólk og NOX, bókina sem við gerðum saman.
Einsog ég nefndi þá er ég mjög hrifin af bókinni Decreation (2005).
Ég líka.
Currie: Áttu bókina í harðspjaldi eða kilju?
Kilju.
Currie: Bakið á harðspjaldaútgáfunni er úr gulli.
Eitt hefur mér tekist sem ég er ákaflega stolt af í lífi mínu: það var þegar ég
fékk útgefandann Knopf til að sleppa öllum káputexta [„blurb“] og það var
einmitt aftan á þessari bók. Og aftan á þýðingu minni á Antígónu (2012) eftir
Sófokles fékk ég að setja tilvitnun í Hegel, einsog hann hefði skrifað bókina.
Það virkar mjög viðhafnarmikið.
Currie: Það var afþví New Direction gáfu bókina út.
Já, þeir eru skilningsríkir útgefendur, þeir eru óvenjulegir og græða ekki
mikið. Knopf er stórt og krípí.
Ertu lengi að vinna að bók?
Já. Að Red Doc> vann ég í níu, tíu ár meðfram öðrum bókum; ég vinn að
mörgum bókum í einu og kenni líka forngrísku hluta ársins. Svo kennum við
Currie árlega námskeið sem fjallar um samvinnu í listrænni sköpun.
TMM_3_2018.indd 68 23.8.2018 14:19